Sigríður Elísabet Bjarnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Elísabet Bjarnadóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja fæddist 6. mars 1915 og lést 5. nóvember 1971.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson sjómaður, mótoristi, skósmiður í Hafnarfirði, f. 12. desember 1886, d. 3. júlí 1941, og kona hans Guðmundína Sigurborg Eggertsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1891, d. 24. desember 1984.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Kirkjuvegi 7 í Hafnarfirði 1920.
Hún varð snemma berklaveik og átti ævilangt í stríði vegna afleiðinga þess sjúkdóms.
Þau Kjartan giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn. Þau fluttust til Eyja 1945, bjuggu á Reyni við Bárustíg 5 1947, voru komin í nýbyggt hús sitt á Heiðarveg 55 1948 og bjuggu þar síðan meðan þau dvöldu í Eyjum, en þau fluttu í Hafnarfjörð 1956 og bjuggu þar síðan.
Kjartan lést 1969 og Sigríður Elísabet 1971.

I. Maður Sigríðar Elísabetar, (30. janúar 1943), var Kjartan Ólafsson kennari frá Hólnum við Landagötu, f. 3. ágúst 1917, d. 13. desember 1969.
Börn þeirra:
1. Inga Þyrí Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. maí 1943 í Hafnarfirði.
2. Erna Björg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1947 á Reyni, Bárugötu 5.
3. Gréta Kjartansdóttir húsfreyja, f. 19. október 1952 á Heiðarvegi 55.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Inga Þyrí.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.