Sigríður Guðjónsdóttir (Langholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Guðjónsdóttir frá Sölvholti í Laugardælasókn, Árn., húsfreyja fæddist þar 14. júlí 1888 og lést 21. október 1978.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 3. desember 1848 í Fagurhlíð í Landbroti, V.-Skaft., d. 22. júní 1914, og Þórunn Jónsdóttir ráðskona, f. 3. október 1853 á Árgilsstöðum í Breiðabólstaðarsókn, Rang, d. 25. mars 1933.

Sigríður var tveggja ára með foreldrum sínum í Sölvholti 1890. Hún var 13 ára, stödd í Haugakoti í Laugardælasókn 1901.
Þau Helgi giftu sig 1910, bjuggu við Skólavörðustíg 4A í Rvk 1910.
Þau fluttu til Eyja 1912, eignuðust þar tvö börn. Þau bjuggu í Langholti við Vestmannabraut 48a við fæðingu Guðnýjar Freyju 1913, á Sólbakka við Hásteinsveg 3 1920.
Þau fluttu til Vesturheims 1926, bjuggu í Winnipeg.
Helgi lést 1955 og Sigríður 1978.

I. Maður Sigríðar, (1910), var Helgi Árnason steinsmiður, múrari, f. 3. júlí 1885, d. 23. júní 1955.
Börn þeirra fædd á Íslandi:
1. Guðný Freyja Helgadóttir (Guðný Freyja Woodland), f. 30. júlí 1913 í Langholti. Hún var á Sólbakka 1920, fluttist til Vesturheims 1926, bjó í Sicamors í British Columbia, lést 27. nóvember 1995.
2. Þórhildur Guðný Helgadóttir (Thora Dech), f. 12. ágúst 1924. Hún fluttist til Vesturheims 1926, bjó í St. Paul, Minnesota, lést 25. maí 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.