Sigríður Högnadóttir (Vatnsdal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Högnadóttir frá Vatnsdal húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 5. september 1956.
Foreldrar hennar voru Högni Sigurðsson vélsstjóri, verkstjóri, vinnuvélastjóri, f. 19. janúar 1929 í Vatnsdal, d. 11. september 2018, og kona hans Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. september 1922 í Vatnsdal, d. 14. febrúar 2013.

Barn Högna og Kristínar Ingibjargar Þorsteinsdóttur:
1. Þorsteinn Högnason bifreiðastjóri, f. 27. september 1947. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
Börn Önnu og Högna:
2. Sigríður Högnadóttir húsfreyja, verslunarmaður í Eyjum, f. 5. september 1956. Barnsfaðir hennar Jón Stefánsson. Maður hennar er Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík.
Börn Önnu og fósturbörn Högna:
3. Ágústa Patricia Högnadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. mars 1944 á Englandi. Maður hennar er Stefán Jón Friðriksson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1943.
4. Svana Anita Mountford húsfreyja og fiskiðnaðarkona í Eyjum, f. 8. nóvember 1945 á Englandi. Maður hennar er Ingi Páll Karlsson sjómaður, eftirlitsmaður, f. 8. júní 1945.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann verslunarstörf og hefur unnið hjá Tryggingamiðstöðinni í Eyjum.
Sigríður eignaðist Stefán með Jóni Stefánssyni 1974 í Keflavík.
Þau Haukur giftu sig 1987, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 88, síðan á Brimhólabraut 2, en eru nýflutt í Helgafelli við Helgafellsöxl.

I. Barnsfaðir Sigríðar er Jón Stefánsson sjómaður, f. 11. maí 1953. Foreldrar hans voru Stefán Kristvin Pálsson verkamaður, sjómaður, f. 26. september 1921 á Siglufirði, d. 5. janúar 1965, og ráðskona hans Ása Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1922 á Skjaldbreið.
Barn þeirra:
1. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn , f. 15. september 1974 í Keflavík. Kona hans Þórunn Pálsdóttir ættuð frá Þingholti.

II. Maður Sigríðar, (1. desember 1987), er Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík. Foreldrar hans Haukur Guðmundsson yfirverkstjóri í Eyjum, f. 25. október 1929, d. 3. september 1991, og kona hans Theódóra Óskarsdóttir, f. 12. október 1933, d. 29. júní 2014.
Börn þeirra:
2. Tinna Hauksdóttir framhaldsskólakennari, f. 1. nóvember 1986. Maður hennar Bjarni Geir Pétursson ættaður frá Oddsstöðum-vestri.
3. Daði Hauksson öryrki, f. 10. maí 1993. Unnusta Ágústa Jóhanna Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.