Sigríður Hrefna Magnúsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Hrefna Magnúsdóttir.

Sigríður Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 20. desember 1936 á Fífilgötu 2 og lést 5. ágúst 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Magnús Óskar Ólafsson verslunarmaður, kaupsýslumaður, f. 29. apríl 1908 í Reykjavík, d. 3. september 1968, og kona hans Guðrún Ólafía Karlsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 20. ágúst 1907 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d. 18. nóvember 2009.

Börn Guðrúnar Ólafíu og Magnúsar Óskars:
1. Sigríður Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. desember 1936 , d. 5. ágúst 2015.
2. Ólöf Sylvía Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. apríl 1940, d. 16. desember 2020.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, á Fífilgötu 2 í fyrstu, síðar á Ásavegi 7 og á Faxastíg 1, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1947.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Héraðsskólanum á Eiðum, nam ensku og verslunarfræði í London um eins árs skeið.
Sigríður vann í Útvegsbankanum og Sjóvá, en síðar var hún sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, Vinahjálp og Kvenfélaginu Hringnum.
Þau Pétur giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Pétur lést 2007 og Sigríður Hrefna 2015.

I. Maður Sigríðar Hrefnu var Pétur Björnsson forstjóri, f. 22. maí 1930, d. 14. nóvember 2007. Foreldrar hans voru Björn Ólafsson stórkaupmaðu, ráðherra, f. 26. nóvember 1895, d. 11. október 1974, og kona hans Ásta Pétursdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1906, d. 25. desember 1968.
Börn þeirra:
1. Ásta Pétursdóttir húsfreyja, f. 17. október 1957. Fyrrum maður hennar Lýður Árni Friðjónsson. Maður hennar Júlíus Bjarnason.
2. Erla Pétursdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1959. Fyrrum maður hennar Gísli Petersen. Fyrrum sambúðarmaður hennar Einar Bergur Pálmarsson. Sambúðarmaður hennar Ísleifur Leifsson.
3. Guðrún Sylvía Pétursdóttir snyrtifræðingur, f. 7. nóvember 1967. Barnsfaðir hennar Gunnar Kristinn Gylfason. Barnsfaðir hennar Kjartan Guðbrandsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.