Sigríður Lilja Guðmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Lilja Guðmundsdóttir frá Lambhaga við Vesturveg 19, húsfreyja í Kanada fæddist 30. ágúst 1911 í Lambhaga og lést 12. júlí 1993 í Victoria í Bresku Columbíu.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson frá Seli í A.-Landeyjum, sjómaður í Lambhaga, f. 10. júlí 1874, drukknaði 10. janúar 1912, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Kúfhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja í Lambhaga, f. 26. júlí 1874, d. 15. ágúst 1962.

Börn Sigríðar og Guðmundar voru:
1. Andvana stúlka, f. 28. janúar 1908.
2. Sigríður Lilja Guðmundsdóttir, f. 30. ágúst 1911, fór til Vesturheims með móður sinni 1924. Maður hennar George Hunt smiður í Winnipeg.
3. Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 30. ágúst 1911, d. 17. mars 1995.

Sigríður Lilja (Lillian) var tvíburi, var með foreldrum sínum skamma stund. Faðir hennar drukknaði 1912. Hún var með móður sinni og ættingjum í Lambhaga í Eyjum 1920, flutti til Vesturheims með móður sinni 1924. Maður hennar var George Hunt smiður í Winnipeg.
Hún lést 1993 í Victoria í Bresku Columbíu í Kanada.
Börn þeirra:
1. George Hunt, búsettur í Winnipeg í Manitoba í Kanada.
2. Marlene Hunt, búsett í Sylmar í Kaliforníu.
3. Douglas Hunt, búsettur í Victoria í Bresku Columbíu í Kanada.
4. Bryan Hunt, búsettur í Westport í Ontario í Kanada.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.