Sigríður Steinmóðsdóttir (Steinmóðshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Steinmóðsdóttir húsfreyja frá Steinmóðshúsi fæddist 20. desember 1842 og lést 12. febrúar 1924.
Foreldrar hennar voru Steinmóður Vigfússon tómthúsmaður, f. 1775, d. 28. júlí 1846, og kona hans Elín Steinmóðsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.

Sigríður var með foreldrum sínum í bernsku og ekkjunni móður sinni 1846-1868. Hún eignaðist Elínu Jóhönnu með Jóni Hannessyni 1868, en missti hana á þriðja mánuði. Þau Jón giftust síðar á því ári og urðu húsfólk í Steinmóðshúsi í lok þess árs. Hann var 38 ára, en hún 26 ára.
1869 voru þau þar með soninn Bjarna Jóhannes eins árs.
Þau fluttust undir Eyjafjöll 1870 með Bjarna Jóhannes, voru gift vinnuhjú í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 1870 og Jón vinnumaður þar, en Bjarni Jóhannes var þá niðursetningur á Efri-Rotum.
Á áttunda áratugnum bjuggu þau um skeið í Suðurkoti í Vogum.
Á Suðurnesjum fæddist Jónína Sigríður 1873.
Sigríður fluttist með Jónínu Sigríði að Holti u. Eyjafjöllum 1875.
Hún var vinnukona í Varmahlíð þar 1880, og þar var Bjarni Jóhannes með henni, skráður niðursetningur. Sigríður eignaðist Guðríði um sumarið 1881, en örlög hennar eru óljós, hefur líklega dáið í bernsku. Þá var Jón vinnumaður í Steinum þar. Þau voru vinnuhjú á Rauðafelli með Jónínu Sigríði 1882, á Hellum 1883.
Þau Jón skildu samvistir.
Hann fór síðar á Suðurnes og stundaði sjóróðra. Hann lést þar 1890.
Sigríður var ekkja, vinnukona í Holti 1890, og Jónína Sigríður var þá vinnukona í Eystri-Skógum þar.
Hún fluttist til Eyja 1892 og var vinnukona í Jónshúsi, fluttist að Dvergasteini í Seyðisfirði 1894 og þaðan til Stykkishólms 1896, en var komin til dóttur sinnar í Reykjavík 1901.
Hún var niðursetningur í Varmahlíð 1910, í Holti 1920.
Sigríður lést 1924.

Maður Sigríðar, (6. nóvember 1868), var Jón Hannesson, þá húsmaður í Steinmóðshúsi, f. 1828, d. 11. apríl 1890.
Börn þeirra hér:
1. Elín Jóhanna Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1868, d. 24. apríl 1868, „dó af kýli“.
2. Bjarni Jóhannes Jónsson verkamaður í Vík í Mýrdal, f. 22. júlí 1869, d. 10. janúar 1960.
3. Guðríður Jónsdóttir, f. 29. júlí 1881.
4. Jónína Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík og Reykjavík, f. 28. apríl 1873, d. 16. nóvember 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.