Sigríður Viktorsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Viktorsdóttir húsfreyja, naglafræðingur, vinnur á dagdvöl fyrir gamalt fólk, fæddist 25. október 1998.
Foreldrar hennar Viktor Ragnarsson hárskeri, f. 26. ágúst 1972, og kona hans Valgerður Jóna Jónsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, fótaaðgerðafræðingur, f. 17. mars 1973.

Þau Daníel Már giftu sig, hafa eignast eitt barn. Þau búa við Hrauntún 27.

I. Maður Sigríðar er Daníel Már Sigmarsson skólaliði, stuðningsfulltrúi, f. 26. apríl 2000.
Barn þeirra:
1. Kristófer Emil Daníelsson, f. 7. febrúar 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.