Sigrún Þórmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigrún Almúth Þórmundsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 2. janúar 1935 á Sólheimum í Grímsnesi og lést 16. júní 1992 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Þórmundur Guðsteinsson frá Stóru-Borg í Grímsnesi, Árn., mjólkurbílstjóri á Selfossi, f. 7. nóvember 1914, d. 24. maí 1992 og Birna Halldóra Þorsteinsdóttir, verkakona, síðast í Keflavík, f. 23. janúar 1914, d. 29. maí 1985.

Þau Eggert giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Laufási við Austurveg 5, síðar á Vesturvegi 3, en síðast á Búastaðabraut 3.
Sigrún lést 1992 og Eggert 1994.

I. Maður Sigrúnar, (4. júlí 1953), var Eggert Ólafsson frá Heiðarbæ, sjómaður, vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994.
Börn þeirra:
1. Halldóra Birna Eggertsdóttir kennari á Selfossi, f. 13. mars 1953. Maður hennar Sigurður Bogason.
2. Jónas Kristinn Eggertsson verkamaður í Hafnarfirði, f. 25. október 1956. Kona hans Kristín Auður Lárusdóttir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.