Sigrún Eggertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Eggertsdóttir flugfreyja, kennari fæddist 13. október 1955.
Foreldrar hennar voru Eggert Sigurlásson, bólstari, f. 20. febrúar 1929, d. 29. ágúst 1978, og kona hans Svanhvít Kjartansdóttir, húsfreyja, f. 1. mars 1933, d. 12. ágúst 2020.

Börn Svanhvítar og Eggerts:
1. Kjartan Eggertsson, f. 27. september 1954, d. 28. júlí 1977 af slysförum.
2. Sigrún Eggertsdóttir, f. 13. október 1955. Fyrrum maður hennar Frank Paulin. Maður hennar Ólafur Gunnarsson.
3. Hildur Eggertsdóttir, f. 17. apríl 1964. Maki hennar Huldís Franksdóttir Daly.
4. Hjalti Eggertsson, f. 4. maí 1971. Kona hans Sigríður Margrét Helgadóttir.

Þau Frank giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann á þrjú börn.

I. Fyrrum maður Sigrúnar er Frank Herbert Paulin, stúdent í læknisfræði við Háskólann 1976-1981, f. 22. júní 1953.
Börn þeirra:
1. Linda Paulin, f. 12. apríl 1979, d. 19. júlí 1991.
2. Edda Paulin, f. 28. nóvember 1980.

II. Maður Sigrúnar er Ólafur Gunnarsson frá Hfirði, sjómaður, f. 20. apríl 1955. Foreldrar hans Gunnar Ólafsson, f. 28. maí 1931, d. 12. september 1991, og Randí Arngrímsdóttir, f. 14. desember 1934, d. 1. maí 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.