Sigrún Runólfsdóttir (Héðinshöfða)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigrún Runólfsdóttir húsfreyja í Héðinshöfða og víðar, verkakona, fæddist 26. maí 1889 á Hóli í V-Landeyjum og lést 11. ágúst 1991.
Foreldrar hennar voru Runólfur Ingvarsson bóndi í Snjallsteinshöfðahjáleigu á Landi og víðar, f. 31. október 1866, d. 6. nóvember 1957, og fyrri kona hans Ragnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1853, d. 4. nóvember 1904.

Sigrún var með foreldrum sínum í æsku en missti móður sína 1904. Hún var í fóstri um skeið hjá ættingjum, var hjú í Moldartungu í Holtum 1910.
Hún fluttist til Eyja 1912 og var þá unnusta Sigjóns í Bólstað.
Þau Sigjón giftu sig í janúar 1913, þá búandi í Bólstað, bjuggu á Skaftafelli 1912-14, á Eyjarhólum 1915-1916, leigðu á Lögbergi 1917-1919. Þau reistu Héðinshöfða og bjuggu þar 1920 og enn 1930.
Þau eignuðust 12 börn, misstu eitt þeirra á 1. árinu og annað á 8. ári.
Sigjón veiktist illa í Spænsku veikinni 1918 og barðist við afleiðingar hennar. Þau Sigrún urðu að koma 5 af börnum sínum í fóstur. Bragi var í fóstri á Haukafelli á Mýrum í A-Skaft. í nokkur ár, Jón Garðar var fóstraður í Flatey á Mýrum, Tryggvi var í fóstri á Hólmi þar, en Guðríður og Þórhallur voru fóstruð í Hallgeirsey í A-Landeyjum frá árinu 1928.
Sigjón veiktist af lungnabólgu í róðri 1931 og lést.
Sigrún bjó með 5 börnum sínum í Sjávargötu við Sjómannasund 1940 og með börnum sínum Guðmundi, Kristbjörgu og Gústaf í London, Miðstræti 3 1945, þeim og Guðbjörgu konu Gústafs á Heiðarvegi 13 1949, en Þórunn Aðalheiður og Svavar Þórðarson bjuggu þar einnig með börnum sínum.
Eftir Gos dvaldi Sigrún í fyrstu að Ási í Hveragerði, en fluttist til Eyja 1981 og dvaldi í Hraunbúðum til dd. 1991.

Maður Sigrúnar, (12. janúar 1913), var Sigjón Halldórsson trésmiður, vélstjóri, f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931.
Börn þeirra:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. ágúst 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.