Sigtryggur Vilhjálmsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigtryggur Vilhjálmsson frá Þórshöfn á Langanesi, sjómaður fæddist 8. júní 1946 og lést 1. febrúar 1993.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Sigtryggsson frá Ytri-Brekkum á Langanesi, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1915, d. 11. ágúst 1984, og kona hans Kristrún Jóhannsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, f. 13. janúar 1915, d. 22. nóvember 2005.

Börn Kristrúnar og Vilhjálms:
1. María Vilhjálmsdóttir húsfreyja, bókari, f. 3. febrúar 1943 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Arnar Sigurmundsson. Hún býr í Reykjavík.
2. Valgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1944 á Þórshöfn, síðast í Svíþjóð, d. 23. apríl 1979. Maður hennar Bo Göron Lindberg.
3. Sigtryggur Vilhjálmsson verkamaður, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn, d. 1. febrúar 1993. Barnsmóðir hans Anna Edda Svansdóttir. Fyrrum kona hans Jarþrúður Júlíusdóttir.
4. Helga Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 8. júní 1946 á Þórshöfn. Fyrrum maður hennar Edward M. Collins. Fyrrum maður hennar Klemens Sigurgeirsson.
5. Friðrik Jóhann Vilhjálmsson vélstjóri, f. 12. september 1947 á Þórshöfn. Fyrrum kona hans Sólrún Björnsdóttir.
6. Selma Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Malmö, f. 8. september 1948 á Þórshöfn. Maður hennar Þorgils Harðarson.
7. Dagur Vilhjálmsson loftskeytamaður, býr erlendis, f. 20. júní 1950. Kona hans Stella Stelmash.
8. Oddný Vilhjálmsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. júní 1950. Barnsfaðir hennar Benedikt Gestsson.
Fósturbörn hjónanna:
9. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Garðar Ingibergur Tryggvason.
10. Valgerður Briem Steindórsdóttir, f. 10. júlí 1957. Maður hennar Sigurður Ragnar Gíslason.

Sigtryggur var með fjölskyldu sinni á Þórshöfn í æsku.
Hann stundaði snemma sjómennsku, reri með föður sínum. Eftir skólagöngu fór hann á vertíð í Eyjum. Í ársbyrjun 1965 varð hann háseti á Halkion VE 205 og var þar nokkrar vertíðir. Síðan var hann á Hrönn VE 366, þá á Sæbjörgu VE 56.
Eftir flutning úr Eyjum reri Sigtryggur á Ófeigi VE 325 og á Glófaxa VE 300 á haustvertíð á síld.
Hann bjó um skeið í Neskaupstað og í Reykjavík. Sigtryggur réðst til starfa á Tálknafirði og lést þar.
Þau Jarþrúður giftu sig 1969, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu í Ásum við Skólaveg 47. Þau skildu.
Þau Ríkey voru í sambúð um tveggja ára skeið, eignuðust ekki börn saman.
Þau Anna Edda eignuðust barn 1986.
Sigtryggur lést 1993.

I. Kona Sigtryggs var Jarþrúður Júlíusdóttir frá Hlíðarenda við Skólaveg 3, húsfreyja, f. 8. október 1947, d. 20. ágúst 1997.
Þau voru barnlaus.

II. Sambúðarkona Sigtryggs Rikey Guðmundsdóttir frá Neskaupstað.
Þau voru barnlaus saman.

III. Sambúðarkona Sigtryggs, skildu, er Anna Edda Svansdóttir úr Reykjavík, f. 17. júní 1966. Þau bjuggu í Ólafsvík.
Barn þeirra:
1. Selma Rut Sigtryggsdóttir, f. 6. desember 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.