Sigurður Árnason (Elínarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Árnason tómthúsmaður í Elínarhúsi fæddist 28. nóvember 1842 í Pétursey í Mýrdal og lést í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Árni Högnason vinnumaður og húsmaður í Mýrdal, en að síðustu bóndi í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1799 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, drukknaði 10. júní 1846, Högnason, og kona Árna, Dóróthea húsfreyja, f. 26. október 1803 á Ytri-Sólheimum, d. 16. janúar 1862 í Skarðshlíð, Sveinsdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum í Pétursey til ársins 1845, hjá þeim í Skarðshlíð 1845-1854. Þá var hann léttadrengur í Pétursey 1854-1856, varð þá vinnumaður í Skarðshlíð og síðan í Norður-Vík til ársins 1871.
Hann fluttist til Eyja 1871 og bjó í Elínarhúsi, varð húsbóndi þar 1872-1874. Þá fluttist hann með Vilborgu og fjögur börn hennar til Utah.
Sigurður ,,var hinn mesti atorkumaður. Hann keypti stóra jörð og bjó lengi við rausn í Spanish Fork.“ (Saga Íslendinga í Vesturheimi II).

Kona Sigurðar, (9. nóvember 1872), var Vilborg Þórðardóttir, þá ekkja í Elínarhúsi eftir Jón Pétursson formann.
Þau Vilborg voru barnlaus.
Fósturbörn Sigurðar og börn Vilborgar:
1. Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. 25. janúar 1863, d. 5. febrúar 1893. Hún fór til Utah 1874. Hún giftist Pétri Valgarðssyni úr Reykjavík. Þau bjuggu í Spanish Fork í Utah.
2. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
3. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874. Hann kvæntist Sólrúnu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Guðmundssonar í París. Hún fluttist vestur 1888, 20 ára vinnukona frá Juliushaab
4. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.