Sigurður Ólafsson (Bakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Ólafsson frá Bakka, vélvirki fæddist þar 14. apríl 1923 og lést 4. nóvember 1992.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953, og fyrsta kona hans Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.

Börn Siggerðar og Ólafs voru:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

Börn Þórfinnu Finnsdóttur og systkini Sigurðar með tengdum voru:
6. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.
7. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
8. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
9. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.

Sigurður missti móður sína, er hann var tæpra sex ára.
Hann var með föður sínum á Bakka í fyrstu, síðan á Bólstað hjá Auðbjörgu og Sigurði Ólafssyni, en síðan var hann sendur til föðurmóður sinnar í A-Landeyjum og þar ólst hann upp í skjóli hennar og Erlendar sonar hennar, föðurbróður síns að hálfu.
Hann var verkamaður og hjá föður sínum og stjúpu á Bakka 1945, bjó hjá Auðbjörgu á Bólstað, er hann vann hjá Vélsmiðjunni Magna. Um skeið vann hann hjá Járnsteypunni í Reykjavík.
Hann settist að í Neskaupstað, vann þar hjá dráttarbrautinni, en hún varð gjaldþrota. Hann fluttist til Seyðisfjarðar 1951, vann þar hjá Vélsmiðjunni Stál, lauk sveinsprófi þar í vélvirkjun.
Hann eignaðist barn með Jóneu 1943.
Þau Ragna giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Jónea Samsonardóttir húsfreyja á Patreksfirði og í Reykjavík, f. 11. október 1923 á Þingeyri í Dýrafirði, d. 16. janúar 2009 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Bjarney Sveinbjörnsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 23. júlí 1943 á Þingeyri.

II. Kona Sigurðar, (25. október 1947), var Ragna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. júní 1928, d. 6. maí 2017. Foreldrar hennar voru Sigurður Finnbjörnsson múrarameistari, bæjarverkstjóri í Neskaupstað, f. 14. janúar 1891, d. 9. ágúst 1963, og kona hans Hallbera Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1889, d. 4. apríl 1972.
Börn Rögnu og Sigurðar:
2. Þóra Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, móttökuritari í Grindavík, f. 5. maí 1948. Maður hennar var Viðar Valdimarsson, látinn.
3. Ólafur Hreggviður Sigurðsson íþróttakennari á Seyðisfirði, f. 27. maí 1954. Fyrri kona hans, (skildu), var Sigríður María Bjarnadóttir. Kona hans er Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir.
4. Linda Sigrún Sigurðardóttir í Grindavík, húsfreyja, gæðastjóri, f. 29. mars 1964. Maður hennar er Hallur Viggósson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Linda Sigrún.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þóra Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.