Sigurður Bjarnason (Svanhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Bjarnason
Þórdís Guðjónsdóttir, Sigurður Bjarnason maður hennar, útgerðamaður og skipstjóri frá Hlaðbæ og sonur þeirra Jóhann. Maí 1931.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Bjarnason


Sigurður Gísli Bjarnason fæddist 14. nóvember 1905 og lést 5. október 1970. Foreldrar hans voru Halldóra Jónsdóttir og Bjarni Einarsson frá Hlaðbæ.

Eiginkona Sigurðar var Þórdís Guðjónsdóttir. Þau bjuggu í Svanhól við Austurveg.

Sigurður var formaður með mótorbátinn Kára.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurð:

Kára stýrir svaða sjó
Siggi hlýr á vanga,
löngum skýr á þara þró
þorsk órýr að fanga.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Greiðan Riddarann reiða
ræsir á hranna glæsi,
Siggi minn, sjó við dyggur,
svinnur netlinginn, finnur.
Borinn er Bjarna þorinn,
bænum frá Hlaðbæ væna.
Öldur þó grimmar gnöldri,
greppurinn aflann hreppir.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.

Frekari umfjöllun

Sigurður Gísli Bjarnason frá Hlaðbæ, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 14. nóvember 1905 í Eyjum og lést 5. október 1970
Foreldrar hans voru Bjarni Einarsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður, bóndi í Hlaðbæ við Austurveg 28, f. 3. september 1869, d. 16. desember 1944, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 2. júní 1942.

Sigurður lauk hinu minna skipstjórnarprófi í Eyjum 1926.
Hann var alla tíð skipstjóri og útgerðarmaður.
Þau Þórdís giftu sig 1930, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hlaðbæ, á Stóru-Heiði, byggðu Svanhól við Austurveg 28 og bjuggu þar lengi.
Sigurður lést 1970 og Þórdís 1995.

I. Kona Sigurðar, (7. júní 1930), var Þórdís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995.
Börn þeirra:
1. Jóhann Guðmundur Sigurðsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930 í Hlaðbæ, d. 17. október 2003. Kona hans Guðný Guðmundsdóttir, látin.
2. Bjarni Hilmir Sigurðsson vélstjóri á Selfossi, f. 3. september 1932 á Heiði, d. 14. september 2023. Kona hans Friðrikka Sigurðardóttir.
3. Halla Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 18. júlí 1936. Maður hennar Jón Snæbjörnsson.
4. Sigurður Sigurðsson járnsmiður, f. 12. ágúst 1945. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
5. Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirki í Hafnarfirði, f. 7. júlí 1948. Kona hans Bjartey Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir