Sigurbergur Jónsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurbergur Jónsson frá Mið-Hlaðbæ á Kirkjubæ í Eyjum, (Siggi á Kirkjubæ), sjómaður, bóndi fæddist þar 19. maí 1923 og lést 17. júní 1992.
Foreldrar hans voru Jón Valtýsson bóndi á Mið-Hlaðbæ (Ólafsbæ), f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958, og kona hans Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.

Börn Guðrúnar og Jóns voru:
1. Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 20. ágúst 1918, d. 4. desember 1995. Maður hennar var Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson, f. 19. september 1922, hrapaði til bana í Stórhöfða 10. júlí 1954.
2. Jóhann Valtýr Jónsson, f. 10. maí 1922, d. 16. júní 1922.
3. Sigurbergur Jónsson bóndi og bifreiðastjóri, f. 19. maí 1923, d. 17. júní 1992, ókvæntur og barnlaus.
4. Jóhanna Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1927. Maður hennar var Andrés Þórarinn Magnússon, f. 22. júní 1924, d. 2. nóvember 2006.

Sigurbergur (Siggi á Kirkjubæ) var með foreldrum sínum.
Hann var sjómaður, reri m.a. á Nönnu, Maí og Gísla Johnsen. Hann hætti sjómennsku, er hann tók við búi foreldra sinna vegna veikinda föður síns. Með bústörfunum vann Siggi hjá Ársæli Sveinssyni í Slippnum við skipaviðgerðir, fisklandanir og fleira. Hann var einnig með dekkjaverkstæði heima.
Eftir Gosið 1973 varð hann bílstjóri á Vörubílastöðinni og stundaði þá vinnu meðan heilsa hans leyfði.
Hann byggði húsið við Strembugötu 15 eftir Gosið og bjó þar með móður sinni og Aðalheiði systur sinni.
Sigurbergur lést 1992, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.