Sigurbjörg Axelsdóttir (bæjarfulltrúi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurbjörg Axelsdóttir.

Sigurbjörg Axelsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, kaupmaður fæddist 23. apríl 1935 í Reykjavík og lést 12. júlí 2015.
Foreldrar hennar voru Axel Sigurðsson bakari, matsveinn, bryti í Reykjavík, f. 21. maí 1902, d. 25. júní 1987, og kona hans Guðrún Sæunn Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1905, d. 28. október 2003.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku, lengst við Baldursgötuna. Hún var í Austurbæjarskólanum og Miðbæjarskólanum og útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1952.
Þau Axel giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Þau fluttust til Eyja 1959, ráku skóverslun Axels Ó. í Eyjum og um skeið í Reykjavík, fluttu til Reykjavíkur 2000.
Þau bjuggu við Austurveg 6 og á Hátúni 6.
Sigurbjörg sat í bæjarstjórn í 12 ár og átti gildan þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. í Íþróttafélaginu Þór, Kaupmannasamtökunum og Krabbameinsfélaginu.
Sigurbjörg samdi mörg ljóð, m.a. ljóð við þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1972, en það hefst á orðunum:

„Fegurð friðsæld og kyrrð
finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð.“

Axel lést 2003 og Sigurbjörg 2013.

I. Maður Sigurbjargar, (4. desember 1954), var Óskar Axel Lárusson skókaupmaður, f. 15. júlí 1934 í Frederiksund í Danmörku, d. 24. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Sigrún Óskarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Eyjum, f. 16. mars 1955. Maður hennar er Ársæll Sveinsson.
2. Óskar Axel Óskarsson skókaupmaður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1960. Kona hans er Sigríður Sigurðardóttir.
3. Adólf Óskarsson í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Barnsmóðir hans er Heiða Guðrún Ragnarsdóttir.
5. Guðrún Ó. Axelsdóttir bókari, þjálfari í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Kona hennar var Guðlaug Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.