Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Hlíðardal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi, húsfreyja í Hlíðardal fæddist 20. september 1892 og lést 13. desember 1927.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. ágúst 1863, d. 25. september 1937, og kona hans Sigurveig Einarsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Þóroddsstöðum, f. 18. desember 1862, d. 10. apríl 1929.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Þóroddsstöðum 1901 og 1910.
Hún eignaðist Guðrúnu með Guðjóni 1918.
Hún fluttist til Eyja 1922, giftist Guðjóni og bjó í Hlíðardal. Hún ól þar þrjú börn, en síðasta barnið fæddist andvana og hún lést 2 dögum síðar.

I. Barnsfaðir Sigurbjargar var Guðjón Helgason bóndi í Gröf í Hrunamannahreppi, f. 3. október 1872, d. 11. nóvember 1959.
Barn þeirra var Guðrún Sigurveig Þórðardóttir, síðar Skowronski, f. 28. maí 1918 í Reykjavík, d. 21. júní 2013 á Hrafnistu í Reykjavík.

II. Maður Sigurbjargar var Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Magnúsína. Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1923 í Hlíðardal, d. 9. júní 2018.
2. Bergþór Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1925 í Hlíðardal, d. 18. nóvember 2007.
3. Andvana stúlka, f. 11. desember 1927 í Hlíðardal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.