Sigurjón Sigurðsson (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurjón Sigurðsson frá Fagurhól, vélstjóri, bifreiðastjóri fæddist þar 7. desember 1909 og lést 9. ágúst 1997.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, drukknaði 2. febrúar 1914, og kona hans Þóranna Ögmundsdóttir húsfreyja, verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 1. desember 1873, d. 16. maí 1959.

Börn Þórönnu og Sigurðar voru:
1. Vigdís Ögmunda Sigurðardóttir, f. 25. desember 1908, d. 12. janúar 1909.
2. Sigurjón Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
3. Ögmundur Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 17. janúar 1911, d. 22. september 1994.
4. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.
5. Sigurrós Sóley Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Faðir Sigurjóns lést 1914, er Sigurjón var á fimmta árinu. Hann var með móður sinni 1920 og 1930.
Sigurjón vann verkamannastörf, var vélgæslumaður, síðan bifreiðastjóri. Hann vann nokkur sumur með bifreið sinni við vegalagningar í V-Skaftafellssýslu.
Hann hóf störf hjá Bifreiðastöð Vestmannaeyja 12. janúar 1943 og síðan, var stjórnarformaður 1965-1969 og aftur 1976. Einnig var hann virkur í réttindabaráttu bifreiðastjóra og sat Landsambandsþing fyrir stéttina. Hann hætti störfum 1984.
Þau Guðrún Anna giftu sig 1932, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barnabarn sitt. Þau bjuggu þá í Landakoti, bjuggu á Jaðri 1934-1936. Þau bjuggu í Landakoti 1936-1939, en í Ártúni 1940 og uns þau fluttu á Vallargötu 18 1952 og þar bjuggu þau síðan.
Guðrún Anna lést 1996 og Sigurjón 1997.

I. Kona Sigurjóns, (17. desember 1932), var Guðrún Anna Þorkelsdóttir frá Markarskarði í Hvolhreppi, f. 14. nóvember 1912, d. 25. janúar 1996.
Börn þeirra:
1. Ögmundur Viktor Sigurjónson lyftaramaður í Fiskimjölsverksmiðjunni, f. 28. nóvember 1935 á Jaðri við Vestmannabraut 6.
2. Þorkell Rúnar Sigurjónsson, f. 15. september 1940 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 27. september 1940.
3. Þorkell Rúnar Sigurjónsson húsasmíðameistari, f. 28. október 1942 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 20. janúar 2017.
4. Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1944 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 13. nóvember 1964.
Fóstursonur þeirra var sonur Þórönnu og Björns Karlssonar læknis:
5. Karl Björnsson læknir, f. 30. september 1962 á Vallargötu 18.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.