Sigurlaug Pálsdóttir (Horninu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurlaug Pálsdóttir fædd 20,3,1892 að Nýjabæ Miðneshreppi Gullbringusýslu. dáinn 23,4,1976.í Vestmannaeyjum.

Sigurlaug,í daglegu tali kölluð Lauga og kennd við heimili sitt Vestmannabraut 1 og kallaðist Hornið.Hún var fædd að Nýjabæ Miðneshreppi og ólst þar upp ásamt systkinum sínum þeim Ásbirni,Sveini og Jónínu,um 1911-12 fer hún austur á Bakkafjörð í atvinnuleit en á þeim tíma var mikill uppgangur í sjávarútveg og fiskvinnslu á austfjörðum,þar hittust hún og Gunnar og 1913 fer hún til Vestmannaeyja og ári síðar giftast Gunnar og hún og leigðu þau um tíma,þar til þau byggðu sér hús sem hét Brúarhús en var eins og fyrr segir kallað Hornið í daglegu tali. Þau eignuðust 12 börn saman en fyrir átti Gunnar 3 börn,þau misstu 3 elstu börn sín úr farsóttum(spönsku veikinni) Eftir að hún giftist vann hún eingöngu við húsmóðurstarfið,enda stórt heimili og mikið að gera,Gunnar stundaði sjóinn á vetrum og skipasmíðar á sumrum þar til hann snéri sér alfarið að skipasmíðum og útgerð og starfaði mikið með Sighvati Bjarnasyni og rak útgerðina í samvinnu við hann og einns voru þeir meðal stofnenda Vinnslustöðvarinnar í eyjum. Sigurlaug var að sögn í meðalagi há en grönn og með mikið og dökkt hár og þótti glæsikona,annaðist hún heimili og börn með glæsibrag og gleði sem einkendi hennar fas,en 1966 datt hún illa og brotnaði á mjöðm og eftir það var hún rúmföst til dauðadags 1976. Í gosinu var hún ásamt öðrum sjúklingum flutt upp á land og dvaldi þá á Landspítalanum og Borgarsjúkrahúsinu,en var flutt heim til eyja strax er sjúkrahúsið þar tók til starfa eftir gos. Afkomendur Laugu og Gunnars voru Páll Óskar,Gunnlaugur Tryggvi,Guðmunda,Eggert,Guðni,Jón,Svava,Þorsteinn,Þórunn Gunnarsbörn.

Heimild að mestu fenginn úr Niðjatali Jóns Pálssonar og Ragheiðar Jónsdóttur eftir Guðmund Knút Egilsson.


Frekari umfjöllun

Sigurlaug Pálsdóttir.

Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja á Horninu (Brúarhúsi) fæddist 20. mars 1892 í Nýjabæ í Hvalsnessókn á Miðnesi og lést 23. apríl 1976.
Foreldrar hennar voru Páll bóndi í Nýjabæ, f. 10. október 1850 í Háfssókn í Holtum í Rang., d. 9. mars 1935, Jónsson bónda á Grímsstöðum og Klasbarða í Landeyjum, f. 22. júní 1820, d. 19. maí 1894, Pálssonar bónda í Eystri-Hól í Fljótshlíð 1816, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845, f. 1782 í Hemluhjáleigu, d. 27. janúar 1848, Arnoddssonar og konu Páls Arnoddssonar, Helgu húsfreyju, f. 1780 á Bergþórshvoli, d. 12. september 1825, Hróbjartsdóttur.
Móðir Páls og kona Jóns á Grímsstöðum og Klasabarða var Ragnheiður húsfreyja, f. 31. júlí 1826 á Háarima í Þykkvabæ. d. 28. mars 1894, Jónsdóttir bónda á Háarima í Holtum, f. 28. september 1798, d. 7. mars 1872, Guðnasonar og konu Jóns Guðnasonar, Elínar húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttur.

Móðir Sigurlaugar og kona Páls í Nýjabæ var Guðrún húsfreyja, f. 24. september 1854 í Stóru-Vallasókn á Landi, d. 28. mars 1931, Sveinbjörnsdóttir bónda í Hjallanesi á Landi 1829-1868, f. 9. nóvember 1803 í Næfurholti, Rang, d. 20. nóvember 1874, Jónssonar bónda á Hálsi á Rangárvöllum, í Næfurholti, Þórunúpi í Hvolhreppi og Stóra-Klofa tvisvar, f. 1773, d. 12. apríl 1828, Brandssonar, og konu Jóns Brandssonar, Ingveldar húsfreyju, f. 25. febrúar 1767, d. 10. október 1856, Hannesdóttur bónda á Stokkalæk, Jónssonar.
Móðir Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur og síðari kona Sveinbjörns var Ástríður húsfreyja í Hjallanesi, f. 25. september 1814, d. 16. maí 1886 í Rembihnút á Miðnesi, Einarsdóttir bónda á Strönd í Landeyjum, f. í júlí 1776, d. 9. desember 1859, Bjarnhéðinssonar Sæmundssonar og konu Einars á Strönd, Guðrúnar húsfreyju, f. 11. nóvember 1788, d. 29. júlí 1843.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í Nýjabæ 1901 og enn 1910.
Hún fluttist til Eyja 1912. Þau Gunnar Marel bjuggu í Miðey við giftingu 1914 og þar fæddist Páll Óskar fyrsta barn þeirra á árinu, Guðrún Olga 1915 og Gunnlaugur Tryggvi 1916. Þau bjuggu í Þinghúsinu við fæðingu Eggerts 1917, í Bifröst við fæðingu Rannveigar Huldu 1918.
Þau misstu Rannveigu Huldu 4 mánaða gamla 1918 og Eggert eldri í febrúar 1920 á Hjalteyri. Þau bjuggu á Eystri-Oddsstöðum síðar á árinu með 4 börnum sínum og þar fæddist Guðmunda í júlí. Þau voru komin í Brúarhús (Hornið) 1922 og bjuggu þar síðan.
Guðrún Olga dóttir þeirra lést 1925, 10 ára.
Sigurlaug var sjúklingur á sjúkrahúsinu við Gos 1973, en Gunnar bjó á Horninu með Svövu dóttur sinni í byrjun gossins.
Sigurlaug lést 1976 og Gunnar Marel 1979.

Maður Sigurlaugar, (24. janúar 1914), var Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari og forstöðumaður Dráttarbrautar Vestmannaeyja, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
Börn þeirra voru:
1. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
2. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
3. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
4. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
5. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
6. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
7. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
8. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
9. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
10. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
11. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
12. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi, d. 12. júní 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Heimaslóð.is.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.