Skúli Grímsson (Skaftafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Skúli Grímsson frá Skaftafelli, verkamaður, sjómaður fæddist 15. maí 1887 í Nykhól í Mýrdal og lést 28. nóvember 1964.
Faðir hans var Grímur bóndi í Nykhól í Mýrdal, f. 25. apríl 1859 á Felli þar, d. 26. október 1949 í Reykjavík, Sigurðsson bóndi, lengst á Högnavelli (Felli) í Mýrdal, f. 28. maí 1824 í Hryggjum þar, d. 22. febrúar 1894 á Skeiðflöt þar, Ólafssonar bónda á Skeiðflöt, f. 24. febrúar 1792 í Pétursey þar, d. 16. júlí 1832 á Skeiðflöt, Péturssonar og konu Ólafs Péturssonar, Solveigar húsfreyju, f. 1798 á Brekkum í Mýrdal, d. 16. desember 1865 á Skeiðflöt.
Faðir Gríms í Nykhól og kona Sigurðar á Högnavelli var Elín húsfreyja, f. 4. ágúst 1825 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 10. júlí 1892, Sveinsdóttir bónda á Lækjarbakka, f. 1788 á Reyni þar, d. 30. júlí 1859 í Pétursey, Ingimundarsonar, og fyrri konu Sveins, Helgu húsfreyju, f. 1786 á Brekkum, d. 17. september 1843 á Lækjarbakka, Jónsdóttur.

Móðir Skúla Grímssonar og kona Gríms í Nykhól var Ólöf Vilborg húsfreyja, f. 19. maí 1861 í Pétursey í Mýrdal, d. 10. nóvember 1955 í Reykjavík, Sigurðardóttir bónda, lengst í Pétursey, f. 27. júlí 1820 í Breiðuhlíð þar, d. 13. júlí 1886 í Pétursey, Eyjólfssonar bónda í Steig í Mýrdal, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, drukknaði í lendingu 14. júlí 1864, Þorsteinssonar bónda og hreppstjóra á Hvoli, f. 1760, d. 3. október 1807 á Hvoli, Þorsteinssonar, og konu hans Þorsteins á Hvoli, Þórunnar húsfreyju, f. 1771, d. 5. ágúst 1853 í Steig Þorsteinsdóttur.
Móðir Sigurðar Eyjólfssonar og fyrri kona Eyjólfs í Steig var Ólöf húsfreyju, f. 1799 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. þar 20. maí 1816, Eyjólfsdóttir.

Skúli var með foreldrum sínum í Nykhól til 1900, var vinnumaður á Felli í Mýrdal 1900-1901, var hjá foreldrum sínum í Nykhól 1901-1924.
Þau Karólína Margrét giftu sig 1925, voru bændur í Nykhól, eignuðust Halldóru þar 1925.
Þau fluttust til Eyja 1926, bjuggu á Skaftafelli 1927 með tvö börn sín, en fluttust til Hafnarfjarðar 1930 og bjuggu þar síðan.
Skúli lést 1964 og Karólína Margrét 1985.

I. Kona Skúla, (26. júní 1924), var Karólína Margrét Hafliðadóttir húsfreyja, f. 21. júní 1894, d. 26. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Halldóra Skúladóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 27. apríl 1925 í Nykhól í Mýrdal, d. 9. apríl 2004.
2. Vilhjálmur Grímur Skúlason lyfjafræðingur, prófessor, f. 30. maí 1927, d. 11. janúar 2018.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.