Snorri Björnsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Snorri Björnsson, læknir, sérfræðingur í heimilislækningum fæddist 28. desember 1972.
Foreldrar hans Björn Ívar Karlsson, læknir, f. 24. apríl 1943, d. 29.. júlí 2010, og síðari kona hans Helga Jónsdóttir, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1947.

Þau Hörn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Ester giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á fjögur börn.

I. Fyrrum kona Snorra var Hörn Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 12. febrúar 1976, d. 25. apríl 2023. Foreldrar hennar Guðjón Kristinn Kristinsson, f. 22. júní 1938, og Hildur Harðardóttir, f. 25. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Tómas Helgi Snorrason, f. 6. febrúar 2003.
2. Hörður Snorrason, f. 25. maí 2007.
3. Hildur Snorradóttir, f. 25. maí 2007.
4. Guðjón Kristinn Snorrason, f. 25. maí 2007.

II. Kona Snorra er Ester Ingvarsdóttir frá Hólmavík, húsfreyja, sálfræðingur, f. 27. janúar 1978. Foreldrar hennar Ingvar Þór Pétursson, f. 7. febrúar 1958, og Bryndís Sigurðardóttir, f. 8. október 1959.
Börn Esterar:
1. Ynja Mist Aradóttir, f. 23. nóvember 1996.
2. Óðinn Arason, f. 29. febrúar 2000.
3. Urður Aradóttir, f. 31. júlí 2005.
4. Orri Þór Franzson, f. 13. febrúar 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.