Snorri Jónsson (rafvirkjameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Snorri Jónsson.

Snorri Jónsson frá Siglufirði, rafvirjameistari fæddist 14. nóvember 1943 og lést 4. febrúar 2023 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jón Kristinn Jónsson bifreiðastjóri á Siglufirði, f. 24. september 1918 í Reykjavík, d. 17. júní 2001 og kona hans Ólína Hjálmarsdóttir verkakona, f. 4. ágúst 1923 á Húsabakka í Aðaldal, d. 13. nóvember 1987.

Snorri var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum á Siglufirði, lauk sveinsprófi 1967. Meistari hans var Baldur Steingrímsson. Hann öðlaðist meistararéttindi 1970.
Snorri var rafvirki á Haferninum með síldarflotanum 1967-1968, vann hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins til 1968-1969.
Hann flutti til Eyja, vann hjá Vinnslustöðinni 1969-1973, flutti í Mosfellssveit 1973, vann hjá Ingólfi Árnasyni 1973-1974. Snorri flutti til Eyja 1975, vann hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1975-1983. Síðan vann hann hjá Gámavinum við útflutning á ferskum fiski.
Þau Þyrí giftu sig 1968, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Ásaveg 37 1971, síðar við Boðaslóð 8.
Snorri lést 2023.
Þyrí býr í Hraunbúðum .

I. Kona Snorra, (14. september 1968), er Þyrí Ólafsdóttir frá Hvoli við Heimagötu 12, húsfreyja, sjúkraliði, f. þar 16. nóvember 1949.
Börn þeirra:
1. Ólafur Þór Snorrason iðnrekstrarfræðingur, f. 23. ágúst 1968. Kona hans Þórunn Júlía Jörgensdóttir.
2. Jón Kristinn Snorrason húsamálari, f. 13. mars 1970. Kona hans Lilja Harðardóttir.
3. Hafdís Snorradóttir símavörður, f. 21. desember 1973. Maður hennar Friðrik Þór Steindórsson.
4. Hafþór Snorrason verkamaður, f. 21. desember 1973. Kona hans Dagrún Sigurgeirsdóttir.
5. Bryndís Snorradóttir, f. 18. maí 1980. Maður hennar Davíð Friðgeirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.