Soffía Zóphoníasdóttir (Hvassafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Soffía Friðrika Zóphoníasdóttir frá Stórubýlu í Innri-Akraneshreppi, húsfreyja og skrifstofumaður á Hvassafelli fæddist 6. desember 1919 í Gröf í Skilmannahreppi í Borgarfirði og lést 5. ágúst 1985.
Foreldrar hennar voru Zóphonías Friðrik Sveinsson bóndi og húsasmiður á Stórubýlu í Akraneshreppi, síðar í Reykjavík, f. 2. september 1886 á Staðarhöfða í Innri-Akraneshreppi, d. 12. september 1963, og kona hans Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja, f. 20. desember 1891 á Hvítanesi í Skilmannahreppi, d. 12. mars 1993.

Bróðir Soffíu var
1. Sigurður Zóphoníasson sjómaður, verkamaður, síðast í Hveragerði, f. 8. september 1922, d. 6. mars 2006.

Soffía var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Óskar giftu sig 1942, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu í Bólstað, voru komin að Hvassafelli 1945. Þau byggðu húið við Helgafellsbraut 31 1957 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Óskar lést 1969 og Soffía 1985.

Maður Soffíu, (28. nóvember 1942), var Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910, d. 4. júní 1969.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 11. júní 1943.
2. Sigurður Óskarsson húsasmiður, kafari, f. 24. maí 1944 á Bólstað. Kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir.
3. Friðrik Ingi Óskarsson skrifstofumaður, f. 16. febrúar 1948 á Hvassafelli. Kona hans Auður Dóra Halldórsdóttir.
4. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir ritari, f. 29. september 1950. Maður hennar Sigmar Þór Sveinbjörnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.