Soffý Þóra Magnúsdóttir
Soffý Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 11. apríl 1945 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Magnús Ísleifsson sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. 9. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991, og kona hans Gróa Hjörleifsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993.
Börn Gróu og Magnúsar:
1. Jóhanna Ragna Magnúsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, matartæknir, býr í Keflavík, f. 1. febrúar 1937 á Brekku. Maður hennar Þórarinn Brynjólfsson, látinn.
2. Hjörleifur Magnússon vélvirkjameistari, 13. júní 1938 á Brekku, d. 30. apríl 2022. Fyrrum kona hans Sveinfríður Ragna Einarsdóttir. Kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir.
3. Soffý Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. apríl 1945 á Hásteinsvegi 28. Maður hennar Jóhannes Sigurðsson.
4. Magnús Ægir Magnússon rekstrarráðgjafi, löggiltur verðbréfamiðlari, f. 21. desember 1956 í Keflavík. Kona hans Alma Sigurðardóttir.
Þau Jóhannes giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Soffýjar Þóru er Jóhannes Sigurðsson sjómaður, háseti, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. ágúst 1944. Foreldrar hans Kristín Jóhannesdóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 22 júní 1982, og Sigurður Björgvin Magnússon, f. 8. desember 1911, d. 28. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Magnús B. Jóhannesson, f. 19. ágúst 1967.
2. Sigurður Eyberg Jóhannesson, f. 11. maí 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Magnús.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.