Stakkagerðistún

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Stakkagerðistún

Stakkagerðistún, eða Stakkó eins og það er kallað í daglegu máli, er stórt tún sem afmarkast í dag af Hilmisgötu að norðan, Ráðhúströð að sunnan, Kirkjuvegi að austan og Skólavegi að vestan, en þó hefur það líklega verið nokkuð stærra áður. Túnið er kennt við bæinn Stakkagerði, sem stóð þar ofarlega, líklega á þeim stað þar sem Alþýðuhúsið er nú.

Stakkó er skilgreint sem útivistarsvæði, og var það endurhannað á árunum 2001-2003. Þar eru nokkur listaverk, t.d. Tröllkerlingin eftir Ásmund Sveinsson, abstrakt-höggmynd í minningu Guðríðar Símonardóttur, Tónninn, minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson, þekktasta tónskáld Vestmannaeyja og Samspil vatns og steins, verk eftir Pál Guðmndsson, unnið árið 1999.

Ráðhúsið og Bókasafnið.

Sunnan við Stakkagerðistún eru Ráðhús Vestmannaeyja, Safnahús Vestmannaeyja og Alþýðuhúsið í röð frá austri til vesturs. Norðan við það eru Akógeshúsið og Arnardrangur, svo að dæmi séu nefnd.

Á sjöunda áratugnum, eftir lok Heimaeyjargossins, var nýtt miðbæjarskiplag gert, og þá voru lögð drög að mjög framtíðarlegu viðmóti við Stakkagerðistún og umgjörð um túnið. Árið 2005 var samþykkt nýtt miðbæjarskipulag og er gert ráð fyrir Stakkagerðistúni sem hátíðarsamkomustað bæjarins.

Glíma á Stakkó
Stakkagerðistún, horft í átt að Skólavegi

Á árum áður var búskapur stundaður á Stakkó. Var sá búskapur stundaður frá Stakkagerðisbæjunum og voru nautgripir og sauðfé meðal þess sem ræktað var. Hugmyndir voru uppi í kringum aldamótin 2000 að endurvekja nautgriparækt á Stakkó. Það voru Ómar Garðarson og Sigurgeir Jónsson sem sóttu um leyfi en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, var því sífellt neitað.