Stefán Þorleifsson (Búastöðum)
Jump to navigation
Jump to search
Stefán Þorleifsson vinnudrengur á Búastöðum fæddist 1. júlí 1788 og hrapaði til bana úr Hamrinum 13. september 1804.
Foreldrar hans voru Þorleifur Mgnússon bóndi á Austur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 4. febrúar 1763, á lífi 1791, og kona hans Ingibjörg Nikulásdóttir húsfreyja, síðar húsfreyja á Dagverðarnesi á Rangárvöllum, f. 1759, d. 17. október 1836.
Stefán var með móður sinni og stjúpa á Dagverðarnesi 1801.
Hann átti heimili á Búastöðum við dauða 1804. 1801 var kvæntur vinnumaður á Búastöðum Jón Nikulásson 40 ára, móðurbróðir Stefáns. Jón varð síðar bóndi þar. Mun Stefán hafa verið í skjóli hans.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.