Stefán Vigfús Þorsteinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Stefán Vigfús Þorsteinsson.

Stefán Vigfús Þorsteinsson fæddist 26. júní 1928 í Bólstaðarhlíð. Hann lést 4. desember 2006.
Stefán var sonur hjónanna Ingigerðar Jóhannsdóttur húsfreyju og Þorsteins Þ. Víglundssonar, skóla- og sparisjóðsstjóra í Vestmannaeyjum. Systkini Stefáns eru Kristín Sigríður f. 1930, Víglundur Þór, f. 1934 og Inga Dóra, f. 1946.
Eiginkona Stefáns var Erla Guðmundsdóttir húsfreyja og tækniteiknari, f. 19. febrúar 1929, d. 16. apríl 2022. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Vigfússonar skipstjóra og útgerðamanns frá Holti í Vestmannaeyjum og konu hans Stefaníu Guðrúnar Einarsdóttur, f. 19. jan. 1904 á Steinavöllum í Fljótum, d. 22. september 1982.
Erla var alin upp hjá móðursystur sinni Guðbjörgu Einarsdóttur og manni hennar Helga Þórarinssyni í Hafnarfirði.
Börn Stefáns og Erlu:
1) Guðný kennari, f. 14. nóvember 1950, d. 4. mars 1997.
2) Inga Þóra leikskólakennari, f. 16. maí 1955.
3) Helga Björg lífeindafræðingur, f. 29. júlí 1960.
4) Elfa tómstundafræðingur, f. 1. mars 1962.
5) Víðir rafmagnsverkfræðingur og kennari, f. 18. ágúst 1964.

Stefán ólst upp í Vestmannaeyjum, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum. Á unglingsárum stundaði hann sjómennsku og sveitastörf að sumrinu.
Hann nam rafvirkjun í Hafnarfirði og hlaut meistararéttindi í þeirri grein. Stundaði framhaldsnám í rafmagnsiðnfræði við Vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1952, hlaut kennararéttindi frá Kennaraskóla Íslands 1982. Hann starfaði sem rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafveitu Hafnarfjarðar frá 1953-73. Kennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar var hann frá 1976-94.
Stefán starfrækti sína eigin teiknistofu í raflagnahönnun.
Um árabil vann hann við sjúkraflutninga og var starfsmaður Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Iðnfulltrúi fyrir Hafnarfjörð var hann frá 1989-2000. Stefán var virkur í félagsstörfum, m.a. starfaði hann lengi fyrir Framsóknarflokkinn í Hafnarfirði og Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar. Hann söng með karlakórnum Þröstum í mörg ár.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.