Stefanía Ástrós Sigurðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Stefanía Ástrós Sigurðardóttir.

Stefanía Ástrós Sigurðardóttir frá Hlíðarenda, húsfreyja í Reykjavík fæddist 8. september 1909 á Hlíðarenda og lést 22. september 1986.
Foreldrar hennar voru Sigurður Björnsson skipasmiður, f. 29. maí 1886, d. 9. júní 1928, og kona hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Stefanía Ástrós Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1909 á Hlíðarenda, d. 22. september 1986.
2. Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini, d. 28. júní 2000.
3. Árni Guðmundur Vilhjálmur Sigurðsson sýningarstjóri í Keflavík, f. 9. apríl 1918 í Ásbyrgi, d. 19. mars 2001.

Stefanía Ástrós var með foreldrum sínum á Hlíðarenda 1910 og á Rauðafelli 1920.
Hún var húsfreyja á Nýlendugötu 15b 1930.
Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast á Nýlendugötu 4.
Jón lést 1980 og Stefanía Ástrós 1986.

I. Maður Stefaníu Ástrósar var Jón Ottó Rögnvaldsson blikksmiður í Reykjavík, f. 17. október 1906 í Otradalssókn, d. 29. apríl 1980. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 18. ágúst 1879 í Selárdalssókn, d. 20. nóvember 1918, og kona hans Sigríður Oddný Níelsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1885 í Garðasókn, d. 1. nóvember 1951.
Börn þeirra:
1. Sigurður Jónsson bryti í Reykjavík, f. 4. desember 1930, d. 20. maí 1988. Fyrrum kona hans, skildu, var Elsa Sigurðardóttir.
2. Kristín Jónsdóttir, síðast á Seltjarnarnesi, f. 30. júní 1933, d. 20. september 2005. Fyrri maður hennar Reinhard Lárusson. Sambúðarmaður hennar Unnsteinn Reynir Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.