Steindór Hjartarson (Bakkaeyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Steindór Hjartarson.

Steindór Hjartarson verkstjóri, húsvörður fæddist 17. janúar 1936 að Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og lést 7. janúar 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hjörtur Sigurðsson bóndi, f. 4. janúar 1898 í Holti í Ölfusi, d. 19. júní 1981, og kona hans Jóhanna Ásta Hannesdóttir, f. 7. júní 1898 í Stóru-Sandvík í Flóa, d. 4. júlí 1966 á Selfossi.

Steindór var með foreldrum sínum í æsku, gekk í skóla í Hveragerði.
Hann fór á vertíð í Eyjum 1952, vann að matreiðslu við Hraðfrystistöðina, var síðan fiskiðnaðarmaður og verkstjóri við fiskvinnslu.
Hann eignaðist Sigurð með Þyrí 1955 í Varmahlíð, kvæntist henni 1956. Þau bjuggu á Blátindi og Bakkaeyri, Skólavegi 26, eignuðust 5 börn.
Þyrí lést 1971.
Steindór fluttist til Reykjavíkur í Gosinu með börnin og hélt þar heimili fyrir þau.
Þau Andrea Ágústa bjuggu saman um langt skeið.
Eftir Gosið var Steindór verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Kirkjusandi í Reykjavík og síðar hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga þar.
Steindór lauk Fiskvinnsluskólanum 1986.
Hann réðst til Landsbankans við afurðaeftirlit 1987 og varð síðar húsvörður við útibú hans við Laugaveg og síðar við Breiðholtsútibú hans í Mjódd í Reykjavík.
Eftir venjuleg starfslok vann hann hjá versluninni Debenhams í hlutastarf um þriggja ára skeið.
Steindór lést 2012 og Ágústa 2016.

I. Kona Steindórs, (maí 1956), var Þyrí Ágústsdóttir húsfreyja frá Varmahlíð, f. 7. desember 1934, d. 10. desember 1971.
Börn þeirra:
1. Sigurður Steindórsson, f. 13. desember 1955 í Varmahlíð.
2. Berglind Steindórsdóttir, f. 20. október 1957.
3. Ágúst Steindórsson , tvíburi, f. 6. maí 1964.
4. Hjörtur Steindórsson, tvíburi, f. 6. maí 1964.
5. Eydís Steindórsdóttir, f. 6. ágúst 1965.

II. Sambýliskona Steindórs var Andrea Ágústa Halldórsdóttir kennari, húsfreyja, f. 4. júní 1941 í Vogum á Vatnsleysuströnd, d. 11. maí 2016. Foreldrar hennar voru Halldór Ágústsson útgerðarmaður og verkstjóri frá Halakoti á Vatnsleysuströnd, f. 7. mars 1910, d. 28. ágúst 1992 og Eyþóra Þórðardóttir húsfreyja frá Sviðugörðum í Flóa, f. 5. apríl 1922, d. 25. feb. 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.