Steinunn Runólfsdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Steinunni Runólfsdóttir húsfreyja á Leiðvelli í Meðallandi, síðar ekkja á Hvoli í Mýrdal og víðar í sýslunni, fæddist 1723.
Foreldrar hennar voru Runólfur Eyjólfsson bóndi á Þverá á Síðu og í Skurðbæ í Meðallandi, f. 1686, d. fyrir 1762, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1687.
Steinunn var húsfreyja á Leiðvelli í Meðallandi 1754 og 1755, en bjó ekkja á Hvoli í Mýrdal um 1760, á Oddum í Meðallandi 1762 og enn 1765.
Jóhann Gunnar Ólafsson segir hana hafa flúið með Ragnhildi dóttur sinni og Bjarna manni sínum til Eyja 1784. Þar mun hún hafa dvalið skamma stund, því að hún var í Efri-Ey í Meðallandi 1787-1788, síðan um skemmri tíma á ýmsum bæjum, Fjósakoti, á Oddum, í Nýjabæ, Eystri-Lyngum, í Lágu-Kotey, í Efri-Ey, á Söndum. Hún var síðan niðursetningur í Klauf 1800 og í Skurðbæ 1801-1803.

I. Maður hennar var Jón Eyjólfsson, d. fyrir 1760.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Jónsson bóndi og húsmaður víða í V-Skaft., f. 1754, d. 1843.

II. Barnsfaðir hennar var sr. Þorsteinn Jónsson, síðar prestur í Mjóafirði eystra og á Dvergasteini í Seyðisfirði, f. 1737, d. 1800.
Barnið var
2. Ragnhildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 1760, d. 24. júlí 1843.
Steinunni gekk illa að fá viðurkenningu á faðerni Ragnhildar og því var hún nefnd Steinunnardóttir í fyrstu. Er af þessu máli nokkur saga í Ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar eldklerks á bls. 133-134.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.