Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir verkakona fæddist 27. desember 1910 og lést 3. febrúar 1991.
Foreldrar hennar voru Margrét Gísladóttir frá Gjábakka, f. 15. nóvember 1879, d. 24. maí 1961, og Pétur Zóphóníasson, f. 31. maí 1879, d. 21. febrúar 1946.

Hálfsystkini, af sömu móður:
1. Elín Margrét Jakobsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 24. apríl 1912 á Gjábakka, d.12. október 1994.
2. Ingileif Alvilda Jakobsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1913 í Garðhúsum, d. 8. september 1981.
3. Gísli Skúli Jakobsson iðnaðarmaður í Rvk, f. 30. maí 1916 í Valhöll, d. 6. september 1966.
Barn Margrétar áður:
4. Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir, f. 27. desember 1910, d. 3. febrúar 1991.

Svanlaug bjó fyrstu sjö árin í Eyjum, en var komið í fóstur til Herdísar Símonardóttur og Guðjóns Þórðarsonar.

Þau Hannes giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Björgvin hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman, bjuggu á Akranesi.
Hún var síðan ráðskona hjá Jóni Ólafssyni bróður Björgvins.

I. Maður Svanlaugar, (2. febrúar 1935), var Hannes Sigurbjartur Guðjónsson verkamaður, f. 12. ágúst 1911, d. 23. maí 1994. Foreldrar hans Jónína Ásbjörnsdóttir, f. 3. mars 1887, d. 3. janúar 1968, og Guðjón Þorkelsson, f. 16. september 1885, d. 17. ágúst 1960.
Börn þeirra:
1. Guðjón Hermann Hannesson, f. 8. ágúst 1932, d. 11. maí 2014.
2. Tryggvi Þórir Hannesson, f. 29. apríl 1935, d. 9. desember 2012.
3. Grétar Hannesson, f. 9. apríl 1937, d. 22. júlí 2012.
4. Guðni Jóhann Hannesson, f. 3. janúar 1944, d. 6. október 2020.

II. Maður Svanlaugar var Björgvin Ólafsson, f. 22. mars 1907, d. 19. nóvember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.