Svava Guðjónsdóttir (Stafnesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svava Guðjónsdóttir.

Svava Guðjónsdóttir frá Sjólyst, húsfreyja í Stafnsnesi fæddist 8. febrúar 1911 á Strandbergi, og lést 10. nóvember 1991 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, sjómaður, útvegsbóndi, síðar málari í Reykjavík, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1887 á Miðsitju í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.

Börn Guðjóns Júlíusar og Guðbjargar voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Strandbergi, d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.

Svava var með foreldrum sínum í Sjólyst 1912, á Strandbergi 1913 til 1916, var tökubarn hjá Ágústi Gíslasyni og Guðrúnu Þorsteinsdóttur í Valhöll 1917 og 1918.
Svava missti móður sína 1919, er hún var 8 ára.
Hún var enn tökubarn að Valhöll 1919 til 1922, var 14 ára vinnukona hjá Jónínu Ásbjörnsdóttur og Birni Sigurðssyni í Varmadal 1925, um skeið vinnukona á Fögrubrekku.
Hún var í Dalbæ, Vestmannabraut 9 við fæðingu Hrefnu 1931. Þau Oddgeir bjuggu á Hásteinsvegi 42 við giftingu 1933, á Hásteinsvegi 5 með Hrefnu 1934 og við fæðingu Kristjáns 1938 og enn 1940, en voru í Stafnsnesi, Heiðarvegi 31 1945 og síðan meðan báðum entist líf, en Oddgeir lést 1966.
Svava fluttist til Reykjavíkur 1972 og bjó þar síðan.
Hún lést 1991.

I. Maður Svövu, (15. desember 1933), var Oddgeir Kristjánsson tónlistarhöfundur, hljómsveitarstjóri, kennari, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
Börn þeirra:
1. Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, talsímakona, tónlistarkennari, bókavörður, f. 1. ágúst 1931 í Dalbæ, d. 16. nóvember 2016.
2. Kristján Oddgeirsson, f. 7. október 1938 á Hásteinsvegi 5, d. 30. júlí 1947.
3. Hildur Kristjana Oddgeirsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 11. mars 1951 í Stafnesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.