Svava Jónsdóttir (Hraunbúðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svava Jónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, í dvöl í Eyjum fæddist 6. júní 1918 og lést 30. september 1995 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Jón Ársæll Jónsson frá Eyrarbakka, f. 3. janúar 1897, d. 9. ágúst 1994, og kona hans Ingibjörg Árný Jónsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 16. október 1898, d. 4. júní 1976. Fósturforeldrar Svövu voru móðurforeldrar hennar Jón Jónsson frá Norðfirði, f. 1863, d. 1935, og kona hans Anna Árnadóttir frá Eyrarbakka, f. 1873, d. 1932.

Þau Víglundur giftu sig 1945, bjuggu við Rauðarárstíg og í Árbæ í Reykjavík, eignuðust sex börn, en skildu 1959.
Þau Þorkell hófu búskap 1963, bjuggu í 25 ár.
Svava fluttist til Eyja vorið 1990 og bjó þar hjá syni sínum og tengdadóttur í Skálanesi við Vesturveg 13a, en dvaldi tvö síðustu árin á dvalarheimilinu Hraunbúðum.
Hún lést 1995.

I. Maður Svövu var Víglundur Kristjánsson frá Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, verkamaður, kaupmaður, f. 8. nóvember 1908, d. 28. janúar 1981. Foreldrar hans voru Gísli Kristján Þórðarson, f. 18. desember 1865, d. 21. janúar 1954, og Elín Jónsdóttir, f. 3. desember 1867, d. 11. júlí 1928.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingi Vignir Kristjánsson, f. 3. júlí 1938, d. 9. ágúst 1963.
2. Erla Víglundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 4. september 1944, d. 9. maí 2020. Maður hennar Friðrik Helgi Ragarsson.
3. Hrefna Víglundsdóttir, f. 7. maí 1947. Maður hennar Hjörtur Hjartarson.
4. Stúlka, f. 7. ágúst 1948, d. 10. desember 1948.
5. Hafdís Víglundsdóttir, f. 2. júní 1950, d. 8. mars 1952.
6. Víglundur Þór Víglundsson, f. 5. nóvember 1954. Kona hans Jóna Soffía Þorbjörnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.