Sveinbjörn Gíslason (byggingafulltrúi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinbjörn Gíslason múrari, byggingafulltrúi fæddist 20. október 1897 á Stekkum í Flóa og lést 29. júlí 1978.
Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson bóndi, f. 12. júní 1855, d. 24. nóvember 1926, og kona hans Sigríður Filippusdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1865, d. 15. ágúst 1956.

Sveinbjörn var bróðir Gísla í Héðinshöfða.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust eitt barn.

Kona Sveinbjörns, (30. apríl 1936), var Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Knútsborg á Seltjarnarnesi, f. 18. september 1903, d. 15. febrúar 1990. Foreldrar hennar Björg Ísaksdóttir, f. 17. janúar 1871, d. 5. júní 1933, og Vilhjálmur Guðmundsson, f. 31. maí 1867, d. í mars 1907.

Barn þeirra:
1. Björg Sveinbjörnsdóttir, f. 1. júlí 1941 í Reykjavík


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.