Sveinn Jónsson (Vorsabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svava Hagberts og Sveinn Jónsson.

Sveinn Jónsson frá Skíðbakkahjáleigu í A.-Landeyjum, bóndi, bifreiðastjóri fæddist þar 25. apríl 1904 og lést 8. ágúst 1977.
Foreldrar hans voru Jón Erlendsson bóndi í Vorsabæ, f. 7. maí 1870, d. 15. febrúar 1941, og Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. september 1879, d. 17. nóvember 1921.

Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum upp í Vorsabæ.
Þau Svava giftu sig 1929, eignuðust kjörson. Þau voru í húsmennsku á Ljótarstöðum í A.-Landeyjum 1932-1933, bjuggu í Eyjum 1933-1936, voru bændur í Vorsabæ 1936-1943. Þau Svava skildu. Hann flutti þá til Rvk og síðan í Hafnir í Gull., var bifreiðastjóri.
Þau Birna Þuríður giftu sig 1969, eignuðust sjö börn, ættleiddu tvö og fóstruðu eitt barn.
Sveinn lést 1977 og Birna Þuríður 2006.

I. Kona Sveins, (5. október 1929, skildu), var Jórunn Svava Hagbertsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1909 í Eyjum, d. 26. júlí 1966.
Kjörsonur þeirra:
1. Guðlaugur Sveinsson matreiðslumaður í Rvk, f. 4. apríl 1938. Sambúðarkona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.

II. Kona Sveins, (28. júní 1969), var Birna Þuríður Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 4. október 1921 á Skagaströnd, d. 31. desember 2006. Foreldrar hennar voru Jóhannes Pálsson frá Köldukinn í S.-Þing., skósmiður, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972, og kona hans Helga Þorbergsdóttir frá Dúki í Sæmundarhlíð í Skagaf., húsfreyja, f. 30. apríl 1884, d. 29. september 1970.
Börn þeirra:
1. Þórunn Sveinsdóttir, húsfreyja í Höfnum, f. 7. febrúar 1951. Maður hennar Jóhann Sigurbergsson.
2. Kristinn Rúnar Hartmannsson, ættleiddur, framkvæmdastjóri í Njarðvík, f. 18. mars 1952. Kona hans Elisabeth Ama Ghunney.
3. Kolbrún Sveinsdóttir, húsfreyja, verkakona í Keflavík, f. 10. mars 1953. Maður hennar Olaf Clausen.
4. Jón Sveinsson, steinsmiður í Keflavík, f. 7. september 1954. Kona hans Eunice Sveinsson.
5. Helga Sveinsdóttir, f. 30. mars 1956, d. 10. nóvember 1957.
6. Þorsteinn Bjarnason, ættleiddur, framkvæmdastjóri í Keflavík, f. 22. mars 1957. Kona hans Kristjana Birna Héðinsdóttir.
7. Þuríður Sveinsdóttir, kokkur í Keflavík, f. 27. október 1959. Maður hennar Bjarni M. Jóhannesson.
8. Sveinn Sveinsson, húsasmiður í Keflavík, f. 22. júlí 1964. Kona hans Kristín Nielsen.
9. Auður Sveinsdóttir, húsfreyja í Keflavík, f. 6. ágúst 1967. Fyrrum maður hennar Guðjón Magnús Axelsson.
Fósturbarn þeirra, dóttursonur:
10. Jóhannes.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 9. janúar 2007. Minning Birnu Þuríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.