Torfi Lýður Torfason
Fara í flakk
Fara í leit
Torfi Lýður Torfason sjómaður fæddist 20. nóvember 1907 á Bakka í Hnífsdal og lést 30. mars 1996.
Foreldrar hans Jónína Anna Ólafsdóttir úr Skutulsfirði, f. 1867, d. 23. október 1920, og Torfi Magnús Björnsson úr Dýrafirði, sjómaður, f. 8. febrúar 1863, d. 1. október 1911.
Þau Halla giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti sjö börn frá fyrri samböndum. Þau bjuggu síðast á Akranesi.
I. Kona Torfa Lýðs var Halla Soffía Hjálmsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1910, d. 2. sepember 1988. Foreldrar hennar Helga Bogadóttir, f. 18. janúar 1886, d. 24. nóvember 1963, og Hjálmur Hjálmsson, f. 4. janúar 1874, d. 13. nóvember 1928.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.