Trausti Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Trausti Guðmundsson tölvufræðingur, býr á Akureyri, fæddist 24. mars 1964.
Foreldrar hans Ágústa Traustadóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1943, og Guðmundur Birnir Sigurgeirsson mjólkurfræðingur, f. 31. júlí 1944.

Börn Ágústu og Guðmundar:
1. Guðríður Erna Guðmundsdóttir húsfreyja, með verslunarpróf, vann hjá Selfossveitum, blómaskreytingakona, flutti til Noregs, f. 4. mars 1963 í Eyjum, d. 24. september 1999 í Tönsberg. Barnsfaðir hennar Pétur Louisson. Sambúðarmaður hennar Helge Rise frá Oppdal í Noregi.
2. Trausti Guðmundsson tölvufræðingur, býr á Akureyri, f. 24. mars 1964. Barnsmóðir hans Hrönn Arnardóttir. Kona hans Ingibjörg Aradóttir.
3. Sigurgeir Guðmundsson rafeindavirki, tölvufræðingur, býr á Selfossi, f. 3. janúar 1966 í Eyjum. Sambúðarkona hans Soffía G. Kjartansdóttir.

Trausti eignaðist barn með Hrönn 1986.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust eitt barn og hún eignaðist barn áður.

I. Barnsmóðir Trausta er Hrönn Arnardóttir frá Selfossi, bráðaliði á Selfossi, f. 27. júní 1968.
Barn þeirra:
1. Ragnar Örn Traustason, f. 5. maí 1986.

II. Kona Trausta er Ingibjörg Aradóttir frá Akureyri, sérfræðingur hjá Samherja, f. 1. júlí 1960. Foreldrar hennar Ari Rögnvaldsson, f. 20. nóvember 1932, d. 20. janúar 2020, og Sigríður Halldóra Hermannsdóttir, f. 8. september 1930, d. 23. janúar 2023.
Barn þeirra:
2. Elmar Ás Traustason, f. 19. ágúst 1998.
Barn Ingibjargar:
3. Sigurður Árni Sigurðsson, f. 19. apríl 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.