Una Sigríður Ásmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Una Sigríður Ásmundsdóttir húsfreyja, deildarstjóri í Hraunbúðum fæddist 22. febrúar 1967.
Foreldrar hennar Ásmundur Pálsson sjómaður, verkstjóri, meindýraeyðir, f. 20. ágúst 1943, og kona hans Elísabet Sigurðardóttir, húsfreyja, verkakona, f. 13. maí 1933, d. 14. júlí 2013.
Barn Elísabetar og Sigurðar:
1. Angantýr Sigurðsson tæknifræðingur, f. 10. janúar 1958 í Eyjum. Hann varð kjörsonur Málhildar konu Sigurðar. Kona hans Erla Björk Gunnarsdóttir.
Börn Elísabetar og Ásmundar:
2. Una Sigríður Ásmundsdóttir forstöðumaður í Hraunbúðum, f. 22. febrúar 1967. Maður hennar Óskar Guðjón Kjartansson.
3. Sigurður Páll Ásmundsson þungavinnuvélastjóri, kaupmaður í Svíþjóð, f. 7. ágúst 1968. Kona hans Jennylyn Ásmundsson.
4. Ásmundur Ásmundsson meindýraeyðir, f. 8. nóvember 1978. Fyrrum kona hans Anna Sigurðardóttir.

Þau Óskar Guðjón giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau búa á Svalbarði við Birkihlíð 24.

I. Maður Unu Sigríðar er Óskar Guðjón Kjartansson úr Rvk, bæjarverkstjóri, f. 17. desember 1965.
Börn þeirra:
1. Kjartan Örn Óskarsson kerfisstjóri, f. 10. desember 1984.
2. Elmar Hrafn Óskarsson gæðastjóri, f. 18. júlí 1987.
3. Ásmundur Ívar Óskarsson pípulagningamaður, f. 25. júlí 1991.
4. Óskar Elí Óskarsson verkamaður, f. 29. júní 1998.
5. Sigríður Sæunn Óskarsdóttir, f. 22. nóvember 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.