Valgerður Eyvindsdóttir (Brekkuhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valgerður Eyvindsdóttir frá Brekkuhúsi, húsfreyja í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi og víðar, fæddist 17. september 1813 og lést 15. júní 1872.
Foreldrar hennar voru Eyvindur Jónsson bóndi, f. 1787, d. 7. apríl 1849, og kona hans Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, skírð 15. apríl 1776, d. 11. apríl 1868.

Valgerður var 2 ára með foreldrum sínum í Brekkukoti 1815, en tökubarn í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1816. Hún var komin aftur til foreldra sinna í Brekkukoti 1821 og var hjá þeim þar til 1824, er þau fluttust að Stakkagerði. Hún var með þeim þar 1827.
Hún fluttist með þeim að Hallgeirseyjarhjáleigu, þar sem þau voru 1829. Hún var þar vinnukona 1835.
Valgerður var gift húsfreyja í Ranakoti í Stokkseyrarsókn 1840 með Jóni Guðmundssyni og börnunum Valgerði 3 ára og Hlaðgerði eins árs.
Í Íragerði þar var hún húsfreyja 1845. Hlaðgerður og Valgerður voru ekki á staðnum.
Hlaðgerður var í fóstri á Krossi í A-Landeyjum 1845, en börnin Guðrún 4 ára og Eyvindur 3 ára ásamt Guðmundi eins árs voru mætt.
1850 voru þau Jón í Vestra-Íragerði með Guðrúnu, Eyvind og Guðmund og bæst hafði við annar Guðmundur 2 ára.
1855 bjuggu þau enn í Íragerði vestra og við höfðu bæst Jón 4 ára, Jósep 3 ára og Guðrún eins árs. Eyvindur 13 ára og Guðmundur 11 ára voru einnig hjá þeim. Guðmundur yngri og Guðrún eldri voru horfin.
1860 voru þau á Litlu-Háeyri í Stokkseyrarsókn með Jón, Jósep yngri og Guðrúnu yngri.
Valgerður lést 1868.

Maður hennar var Jón Guðmundsson, kallaður Íri, líklega af bæjarnafninu Íragerði, bóndi, ættaður úr Kaldaðarnessókn, f. 21. ágúst 1811, drukknaði 13. apríl 1870 með Sveini Arasyni í Simbakoti.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Jónsdóttir, f. 13. júlí 1838 í Hallgeirseyjarhjáleigu. Hún var með foreldrum sínum 1840, hefur líklega dáið ung.
2. Hlaðgerður Jónsdóttir vinnukona á Stóru-Völlum á Landi, f. 1839, d. 30. desemeber 1860.
3. Guðrún Jónsdóttir, f. 1841, d. 19. ágúst 1852.
4. Eyvindur Jónsson formaður í Eyvakoti á Eyrarbakka, f. 12. september 1842, d. 1933, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur.
5. Guðmundur Jónsson vinnumaður víða, en lengst á Flagveltu í Landsveit, f. 23. október 1844, d. 3. október 1907. Hann var heyrnar-og mállaus, ókvæntur.
6. Guðmundur Jónsson yngri, f. 2. febrúar 1848, líklega dáið ungur.
7. Jósep Jónsson, f. 31. desmber 1849, d. 9. janúar 1850.
8. Jón Jónsson bóndi og formaður á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, f. 23. ágúst 1851 , d. 10. júní 1931, kvæntur Kristbjörgu Einarsdóttur frá Bug í Stokkseyrarhreppi.
9. Jósep Jónsson, f. 22. janúar 1853. Hann fór frá Mundakoti að Iðu í Biskupstungum 1868, 19 ára vinnumaður þar 1870.
9. Guðrún Jónsdóttir yngri, húsfreyja í Hellukoti og Hólum í Stokkseyrarhreppi og Gerðum í Flóa, f. 2. október 1854, d. 14. janúar 1940, húsfreyja í Hellukoti í Stokkseyrarhreppi, gift Bjarna Þorsteinssyni bónda, f. 1850, d. 1915.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.