Vigfúsína Guðlaugsdóttir (Sólbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vigfúsína Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður fæddist 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30 og lést 25. desember 1994.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898 á Viðborði á Mýrum, A.-Skaft., d. 2. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir frá Rauðhól í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. júní 1902, d. 16. ágúst 1977.

Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir, síðast á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30, d. 25. desember 1994.

Vigfúsína var með foreldrum sínum, en fluttist til Reykjavíkur 16 ára.
Hún vann ýmis störf, verslunarstörf, var m.a. kaupmaður í Anítu, vann við ræstingar og aðstoðaði í bókaversluninni Vedu.
Þau Pétur giftu sig 1952, tóku tvö kjörbörn. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Maður Vigfúsínu, (1952), var Pétur Hamar Thorarensen kaupmaður, síðar sjómaður, f. 28. júlí 1926, d. 25. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Ragnar Daníelsson Thorarensen bakari á Flateyri, f. 31. janúar 1892, d. 13. nóvember 1977 og kona hans Ingibjörg Thorarensen húsfreyja, f. 14. janúar 1899, d. 12. desember 1987.
Kjörbörn:
1. Aníta Yvounne Thorarensen, f. 3. ágúst 1957. Fyrri maður hennar Greg Patterson. Maður hennar John Paleos.
2. Sigurður Hamar Pétursson bakari, f. 14. júní 1970. Sambúðarkona hans Hrund Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.