Vilhjálmur Grímsson (Görðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilhjálmur Grímsson vinnumaður, síðar hermaður fæddist 27. apríl 1893 í Nykhól í Mýrdal og lést 6. nóvember 1990.
Foreldrar hans voru Grímur Sigurðsson bóndi, f. 25. apríl 1859 á Felli í Mýrdal, d. 26. október 1949 í Reykjavík, og kona hans Ólöf Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja , f. 19. maí 1861 í Pétursey í Mýrdal, d. 10. nóvember 1955 í Reykjavík.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum í Nykhól til 1895, var tökubarn og síðan vinnumaður í Eyjarhólum þar 1895-1909.
Hann fór til Eyja 1909, var vinnumaður í Görðum 1910, fór þaðan til Vesturheims 1912. Hann var hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.
Vilhjálmur lést 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.