Friðjón Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðjón Guðmundsson verkamaður fæddist 17. apríl 1909 og lést 10. janúar 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Mikkelsson verkamaður, f. 4. apríl 1871, d. 28. febrúar 1952, og kona hans Snjólaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1872, d. 26. júlí 1950.

Friðjón var bróðir Petru á Búðarfelli, Sigurlaugar í Viðey og Páls Jóhannesar Guðmundssonar.

Þau Guðný Borgþóra giftu sig, eignuðust eitt barn og hún átti eitt barn áður.Þau bjuggu við Boðaslóð 20.

I. Kona Friðjóns var Guðný Borgþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1909, d. 2. maí 1978.
Barn þeirra:
1. Ester Friðjónsdóttir, f. 17. ágúst 1932, d. 4. ágúst 2005.
Barn Guðnýjar Borgþóru:
2. Hörður Jakobsson, f. 12. ágúst 1928, d. 27. febrúar 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.