Sigurlaug Guðmundsdóttir (Viðey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurlaug Guðmundsdóttir.

Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona fæddist 11. september 1895 og lést 14. febrúar 1980.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Mikkelsson bóndi og verkamaður á Fáskrúðsfirði, síðar verkamaður á Búðarfelli f. 4. apríl 1871 í Færeyjum, d. 28. febrúar 1952 í Eyjum, og kona hans Snjólaug Jónsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði, síðar á Búðarfelli, f. 20. apríl 1871, d. 26. júlí 1950.

Þau Einar fluttust með börnin til Eyja 1939. Einar fórst á Höfninni 1941.
Sigurlaug vann verkakvennavinnu og sá fjölskyldunni farborða. Hún bjó í fyrstu í Viðey, en síðar við Skildingaveg.
Hún lést 1980.
Maður Sigurlaugar, (12. október 1919), var Einar Björnsson formaður á Fáskrúðsfirði, síðar í Eyjum, f. 15. ágúst 1894, drukknaði 12. janúar 1941.
Börn Sigurlaugar og Einars, öll fædd á Fáskrúðsfirði:
1. Sigurbjörn Guðlaugur Einarsson sjómaður, f. 2. desember 1919, d. 22. september 1966.
2. Alfreð Einarsson vélstjóri og verkstjóri, f. 6. desember 1921, d. 1. október 2013.
3. Erla Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1927, d. 19. apríl 2015.
4. Stefán Einarsson verkamaður, f. 6. júní 1931, d. 12. febrúar 1980.
5. Elsa Guðjóna Einarsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 30. janúar 1936, d. 26. febrúar 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.