Guðríður Arnardóttir
Guðríður Eldey Arnardóttir húsfreyja, kennari, skólameistari, nú framkvæmdastjóri Samáls, fæddist 25. febrúar 1970.
Foreldrar hennar Örn Aanes yfirvélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 18. nóvember 1932, d. 3. desember 2020, og kona hans Guðný Erla Guðjónsdóttir, f. 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016.
Guðríður eignaðist barn með Magnúsi Helga 1989.
Þau Hafliði giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Barnsfaðir Guðríðar Eldeyjar er Magnús Helgi Björgvinsson frá Kópavogi, f. 21. maí 1961.
Barn þeirra:
1. Erla Dóra Magnúsdóttir, f. 23. mars 1989.
II. Maður Guðríðar Eldeyjar er Hafliði Þórðarson frá Tálknafirði og Hvallátrum, lögreglufulltrúi, f. 27. maí 1967. Foreldrar hans Þórður Guðlaugsson, f. 10. júní 1933, og Ólöf Þórunn Hafliðadóttir, f. 16. apríl 1932, d. 19. júní 2023.
Börn þeirra:
2. Eyþór Örn Hafliðason, f. 2. nóvember 1996.
3. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir, f. 30. mars 2000.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðríður Eldey.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.