Örn Aanes

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Örn Aanes.

Örn Aanes frá Þrúðvangi yfirvélstjóri, verksmiðjustjóri fæddist 18. nóvember 1932 í Brautarholti og lést 3. desember 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Arthur Aanes frá Andvaag í Stamnes í Noregi, vélstjóri, vélvirki, f. 3. september 1903, d. 2. nóvember 1988, og fyrri kona hans Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir frá Brautarholti, síðar húsfreyja á Þrúðvangi, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006.

Börn Ragnheiðar og Arthurs:
1. Guðjón Emil Aanes skipstjóri, f. 24. júlí 1930 í Brautarholti, d. 8. maí 1983.
2. Andvana stúlka, f. í október 1931.
3. Örn Aanes yfirvélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.
Börn Ragnheiðar og Sigurðar Ólasonar:
4. Óli Haukur Sigurðsson, f. 16. október 1935 á Þrúðvangi, d. 22. janúar 1937.
5. Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1940 á Þrúðvangi.
6. Gerður Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. desember 1944 á Þrúðvangi.
Börn Arthurs og Katrínar Gunnarsdóttur:
Börn þeirra:
7. Sigrún Arthúrsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. maí 1936 á Brekastíg 19, d. 14. desember 2003.
8. Gunnar Arthursson flugstjóri í Reykjavík, f. 30. október 1939 á Hásteinsvegi 41.
9. Rannveig Arthúrsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Bandaríkjunum, f. 25. júlí 1942 á Hásteinsvegi 41.

Örn (Eddi) var með foreldrum sínum skamma stund, en þau skildu, er hann var ungbarn. Hann var síðan með móður sinni og Sigurði fóstra sínum á Þrúðvangi.
Hann lauk prófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1956 og grunnprófi í vélstjórn í Iðnskólanum í Eyjum 1961. Örn lauk farmannaprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1968.
Hann var verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, (FES), 1964 - 1969.
Örn var yfirvélstjóri á togaranum Vestmannaey 1969 til 1975, en þá hóf hann störf hjá Eimskipafélaginu og síðan hjá skipadeild Sambandsins og var yfirvélstjóri á Mælifelli og síðar Stapafelli til starfsloka 2001.
Þau Guðrún Sveindís María giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Brautarholti og á Urðavegi 46, en skildu.
Þau Guðný Erla giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásbrún við Hásteinsveg 4 til Goss, fluttu í Viðlagasjóðshús í Breiðholti, þá í Rjúpufell, síðan í Garðabæ og bjuggu í Holtsbúð 95, en skildu 1996.
Örn lést 2020.

Örn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Arnar var Guðrún Sveindís María Halldórsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 19. júlí 1933, d. 21. júlí 2010.
Börn þeirra:
1. Kristinn Jón Arnarson viðskiptafræðingur, MBA, vélvirkjameistari, f. 4. ágúst 1960 í Eyjum. Barnsmóðir hans Kristín Hildimundardóttir. Kona hans Ekaterina Ivanova.
2. Margrét Marín Arnardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. október 1965 í Eyjum. Maður hennar Einar Sigurður Karlsson.
Barn Guðrúnar Sveindísar og fósturbarn Arnar:
3. Halldór Guðmundur Bjarnason prentmyndasmiður, f. 13. desember 1954, d. 29. mars 2012. Kona hans Prakob Prawan.

II. Síðari kona Arnar, (1969), var Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016.
Börn þeirra:
4. Guðríður Eldey Arnardóttir kennari, skólameistari, f. 25. febrúar 1970. Maður hennar Hafliði Þórðarson.
5. Eiríkur Örn Arnarson múrari, f. 29. janúar 1977. Kona hans Rakel Rán Guðjónsdóttir.
Börn Erlu og Þórarins Grímssonar:
6. Theodóra Þórarinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, öryrki, f. 1. september 1953. Maður hennar Birgir Bernódusson, látinn.
7. Guðjón Þór Þórarinsson rennismiður, f. 20. júlí 1960. Barnsmóðir hans Ragnheiður Helen Ólafsdóttir. Sambúðarkona hans Elín Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 11. desember 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.