„Guðmundur Guðmundsson (Jónshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 16: Lína 16:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Öryrkjar]]
[[Flokkur: Öryrkjar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 21:54

Guðmundur Guðmundsson frá Jónshúsi fæddist 1. febrúar 1855 og lést 25. nóvember 1874.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, smiður, f. 1828, d. 26. september 1890, og bústýra hans Ólöf Gunnsteinsdóttir, f. 1826, d. 12. júní 1856.

Guðmundur var systursonur
1. Jóns Gunnsteinssonar útvegsbónda í Dölum og
2. Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.
Ættbogi Guðmundar í Eyjum var víðfeðmur.
Sjá elsta hluta hans á síðu Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.

Guðmundur var með foreldrum sínum í Jónshúsi á annað ár, en þá lést móðir hans úr holdsveiki. Hann var síðan með föður sínum á Hólnum, sem var annað nafn á Jónshúsi, en hann bjó þá með Sigríði Jónsdóttur bústýru. Hún eignaðist með honum Sigurð, sem hafði viðurnefni bonn. Síðan bjó faðir hans með Valgerði Magnúsdóttur, sem hann síðan kvæntist.
Þau bjuggu á Kirkjubæ, þegar Guðmundur yngri lést af völdum holdsveiki, sem hann hefur að líkindum smitast af meðan Ólöf móðir hans lifði.
Hann lést síðla árs 1874, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.