„Leó Óskarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Leó Óskarsson''' skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti.<br> Foreldrar hans voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013. Börn Þóru og Óskars:<br> 1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944 á Stóra Gjába...)
 
m (Verndaði „Leó Óskarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 16. september 2025 kl. 13:29

Leó Óskarsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti.
Foreldrar hans voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013.

Börn Þóru og Óskars:
1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944 á Stóra Gjábakka. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. maí 1945 á Stóra Gjábakka. Kona hans Sigurlaug Alfreðsdóttir
3. Kristján Valur Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. maí 1946 á Stóra Gjábakka. Kona hans Emma Pálsdóttir.
4. Óskar Þór Óskarsson verktaki, f. 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti. Kona hans Sigurbjörg Helgadóttir.
5. Leó Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti. Sambúðarkona hans Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir. Kona hans Kristín Haraldsdóttir. Sambúðarkona hans María Lovísa Kjartansdóttir.
6. Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigurður Jón Hjartarson.
7. Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1963. Kona hans Margrét Pétursdóttir.

Þau Aðalheiður hófu sambúð, eignuðust tvö börn, bjuggu við Hrauntún. Þau skildu.
Þau Kristín giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau María Lovísa hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. María lést 2023.

I. Fyrrum sambúðarkona Leós er Aðalheiður Matthildur Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili, f. 23. maí 1960. Foreldrar hennar Erla Stefánsdóttir, f. 22. ágúst 1931, d. 7. nóvember 2022, og Sveinbörn Níelsson, f. 14. janúar 1905, d. 18. mars 1978.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Leósson, f. 14. ágúst 1982.
2. Ágúst Leósson, f. 24. mars 1984.

II. Fyrrum kona Leós er Kristín Margrét Haraldsdóttir frá Ólafsvík, starfsmaður á Bjargi, f. 6. ágúst 1951. Foreldrar hennar Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 8. janúar 1929, d. 12. mars 2002, og Haraldur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. apríl 1926, d. 6. febrúar 2008.

III. Sambúðarkona Leós var María Lovísa Kjartansdóttir frá Eskifirði, sjókokkur, matartæknir, f. 1. desember 1954, d. 20. febrúar 2023. Foreldrar hennar Kjartan Lárus Pétursson, f. 1. nóvember 1930, og Sigríður María Níeldóttir, f. 25. febrúar 1930, d. 30. mars 2011.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.