Emma Pálsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Emma Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, útgerðarstjóri fæddist þar 10. apríl 1944.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991. Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.<br

Emma var með foreldrum sínum í frumbernsku, en faðir hennar lést, er hún var á sjöunda árinu.
Hún lauk þriðjabekkjarprófi í Gagnfræðaskólanum 1961 og var verðlaunaþegi.
Þau Kristján giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Illugagötu 14, byggðu Illugagötu 32, bjuggu þar frá 13. desember 1969. Í Gosinu bjuggu þau í Hafnarfirði, en fluttu heim eftir sex mánuði og hafa síðan búið á Illugagötu 32.
Þau stofnuðu hlutafélagið Emmu ehf., keyptu Ísleif II haustið 1971 og nefndu Emmu VE 219. Þau gerðu hana út, uns þau keyptu Emmu nýtt skip frá Pólandi 1988.
Kristján var skipstjóri frá upphafi, en hafði áður verið með Blátind VE.
Emma Pálsdóttir var útgerðarstjóri, sá um bókhaldið og fleira.
Þau seldu útgerðina Arnóri Páli Valdimarssyni frá Varmadal 1999.
Þá stofnuðu þau til rekstrar þriggja sumarbústaða suður af Stapa og ráku um skeið, en seldu þá útgerð Magnúsi Kristinssyni.

I. Maður Emmu, (7. desember 1968), er Kristján Valur Óskarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 13. maí 1946.
Börn þeirra:
1. Óskar Þór Kristjánsson stýrimaður, f. 12. september 1965. Kona hans er Bylgja Dögg Guðjónsdóttir.
2. Hafdís Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1969. Fyrri maður hennar var Bjarni Ólafur Guðmundsson. Sambúðarmaður hennar er Páll Scheving.
3. Berglind Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1971. Maður hennar er Jón Snædal Logason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Emma og Kristján.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.