„Páll Magnússon (fréttamaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 41: Lína 41:
[[Flokkur: Fréttastjórar]]
[[Flokkur: Fréttastjórar]]
[[Flokkur: Alþingismenn]]
[[Flokkur: Alþingismenn]]
[[Flokkur: Forsetar Bæjarstjórnar]]

Útgáfa síðunnar 16. nóvember 2025 kl. 13:58

Páll Magnússon.

Páll Magnússon fæddist 17. júní 1954, varð stúdent í KÍ, lauk fil. kand. próf í stjórnmálasögu og hagsögu frá Háskólanum í Lundi 1979.
Foreldrar hans Magnús H. Magnússon stöðvarstjóri, bæjarstjóri, ráðherra, f. 30. september 1922, d. 23. ágúst 2006, og kona hans Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1926, d. 24. ágúst 1989.

Börn Mörtu og Magnúsar:
1. Sigríður Magnúsdóttir lífeindafræðingur, f. 8. febrúar 1950. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Broddason. Fyrrum maður hennar Jón Pálsson.
2. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Eyjum, fréttamaður, útvarpsstjóri, alþingismaður, f. 17. júní 1954. Fyrrum kona hans María Sigrún Jónsdóttir. Kona hans Hildur Hilmarsdóttir.
3. Björn Ingi Magnússon tölvunarfræðingur, f. 18. apríl 1962. Kona hans Margrét B. Ragnarsdóttir.
4. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, f. 2. maí 1964. Fyrrum maður hennar Guðmundur Óli Gunnarsson. Maður hennar Daníel Hilmarsson, látinn.

Páll var kennari við Þinghólsskóla í Kópavogi 1979–1980 og Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1980–1981, blaðamaður á Vísi 1980–1981, fréttastjóri á Tímanum 1981–1982, aðstoðarritstjóri Iceland Review/Storðar 1982, fréttamaður hjá RÚV, sjónvarpi 1982–1985 og aðstoðarfréttastjóri 1985–1986, fréttastjóri Stöðvar 2 1986–1990 og framkvæmdastjóri hjá Stöð 2 1990–1991. Hann var forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins 1991–1994, sjónvarpsstjóri Sýnar 1995–1996, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1996–2000. Hann var framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar 2000–2003. Hann var framkvæmdastjóri dagskrár- og fréttasviðs Stöðvar 2 og Bylgjunnar 2003–2005, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 2005–2013. Hann stundaði heimildamynda- og útvarpsþáttagerð 2013–2016. Páll sat í Þingvallanefnd 2017–2022.
Páll var alþingismaður Suðurkjördæmis 2016–2021 fyrir Sálfstæðisflokkinn. Hann sat í atvinnuveganefnd 2017 (formaður 2017), fjárlaganefnd 2017 og 2017–2021, allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2021 (formaður 2017–2021), sat í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017, þingmannanefnd Íslands og ESB 2017. Páll hefur verið forseti bæjarstjórnar í Eyjum frá 2022.

Þau María Sigrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Hildur giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Fyrrum kona Páls er María Sigrún Jónsdóttir, húsfreyja, gjaldkeri, f. 7. janúar 1955. Foreldrar hennar Ágústa Olsen, f. 22. september 1934, d. 10. mars 2008, og Jón Halldórsson, f. 21. ágúst 1936, d. 26. desember 2020. Fósturfaðir Maríu er Þorsteinn Sigurðsson frá Stakkagerði, báta- og skipasmiður, f. 28. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Eir Pálsdóttir, f. 30. júní 1975.
2. Hlín Pálsdóttir, f. 22. maí 1980.

II. Kona Páls er Hildur Hilmarsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 28. október 1964. Foreldrar hennar Hilmar Bjarni Ingólfsson, f. 3. júní 1943, og Edda Guðbjörg Snorradóttir, f. 1. september 1942.
Börn þeirra:
3. Edda Sif Pálsdóttir, f. 20. júlí 1988.
4. Páll Magnús Pálsson, f. 12. desember 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.