„Guðmundur Guðmundsson (Jónshúsi)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundur Guðmundsson''' frá Jónshúsi fæddist 1. febrúar 1855 og lést 25. nóvember 1874.<br> Foreldrar hans voru [[Guðmundur Guðmundsson (Hólnum)|Guðmundur Guðmu...) |
m (Verndaði „Guðmundur Guðmundsson (Jónshúsi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
| |
Útgáfa síðunnar 23. mars 2015 kl. 18:24
Guðmundur Guðmundsson frá Jónshúsi fæddist 1. febrúar 1855 og lést 25. nóvember 1874.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, smiður, f. 1828, d. 26. september 1890, og bústýra hans Ólöf Gunnsteinsdóttir, f. 1826, d. 12. júní 1856.
Guðmundur var systursonur
1. Jóns Gunnsteinssonar útvegsbónda í Dölum og
2. Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.
Ólöf móðir hans lést úr holdsveiki 1856, og var hann síðan með föður sínum, Sigríði bústýru og barnsmóður föður síns og að lokum með Valgerði konu hans og stjúpu.
Guðmundur lést 1874 úr holdsveiki.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.